Hvert ætlarðu í sumarfríinu?
Gunnar Gunnarsson Ég ætla bara að vera á Íslandi, hér í Reykjavík þar sem mér líkar vel að vera. Kannski skrepp ég til Akureyrar og í haust fer ég hugsanlega til Sviss.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Gerður Gísladóttir Ég bý á Akureyri og skrapp í höfuðborgina en í sumarfríinu fer ég í sumarbústað í Öxarfirði, þar sem er frábært að vera, og ferðast um Ísland.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
María Gestsdóttir Fjölskyldan er búin að fara út í Flatey þar sem var frábært að vera, eins og alltaf. Svo liggur leiðin til Möltu þar sem er sól og saga.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Jóhanna Harðardóttir Ég er að fara Sprengisandsleið á hálendið og er að vona að þar verði fáir ferðamenn. Helst vildi ég vera þar ein með hundinum mínum, henni Perlu.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari