fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Golfmót veitingamanna og afrekskylfinga

Globus Golf 2017 á Urriðavelli

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið árlega boðsgolfmót Globus hf. fór fram í blíðskaparveðri þann 26. júní síðastliðinn, á afmælisdegi forseta vors, en starfsmenn Globus notuðu einnig tækifærið og héldu upp á 70 ára afmæli fyrirtækisins. Afrekskylfingar öttu kappi við veitingamenn í blíðskaparveðri á Urriðavelli.

„Globus hefur haldið golfmót fyrir fagfólk í veitingageiranum í hartnær 26 ár,“ segir Kári Ellertsson, sölustjóri hjá Globus. Mótið fór fram á Urriðavelli, golfvelli golfklúbbs Odds og Oddfellow. „Við fengum marga af helstu afrekskylfingum okkar til liðs við okkur, ásamt því að bjóða samstarfsaðilum okkar úr hópi veitingamanna.“

Afrekskylfingarnir sáu um að leiða hvern ráshóp, ásamt því að keppa innbyrðis án forgjafar. Úr varð frábær golfdagur í góðum félagsskap í blíðskaparveðri.

Veitingastaðurinn Níels Hafsteinsson eigandi Steikhússins lét sig ekki vanta og skemmti sér vel. Hér skálar hann við vínsérfræðinginn Þorleif ,,Tolla,, Sigurbjörnsson hjá Globus.
Grænklæddur í golfi Veitingastaðurinn Níels Hafsteinsson eigandi Steikhússins lét sig ekki vanta og skemmti sér vel. Hér skálar hann við vínsérfræðinginn Þorleif ,,Tolla,, Sigurbjörnsson hjá Globus.
Kári Ellertsson sölustjóri Globus og golfmeistarinn og kennarinn Sigurpáll Geir Sveinsson settu mótið og komu þáttakendum í rétta golfgírinn.
Golfgæjar Kári Ellertsson sölustjóri Globus og golfmeistarinn og kennarinn Sigurpáll Geir Sveinsson settu mótið og komu þáttakendum í rétta golfgírinn.
Hjónin Sveinn Sveinsson og Margrét Eiríksdóttir og Eiríkur Ingi Friðgeirsson veitingamaður á Holtinu njóta góðra veitinga að leik loknum. Par 3 veitingar, í eigu Nikulásar og Pálínu, sjá um veitingar í klúbbhúsinu Öðlingi.
Góðar veitingar Hjónin Sveinn Sveinsson og Margrét Eiríksdóttir og Eiríkur Ingi Friðgeirsson veitingamaður á Holtinu njóta góðra veitinga að leik loknum. Par 3 veitingar, í eigu Nikulásar og Pálínu, sjá um veitingar í klúbbhúsinu Öðlingi.
Samstarfsmennirnir Börkur Árnason framkvæmdastjóri og Kári Ellertsson sölustjóri hjá Globus eru elstu menn fyrirtækisins, bæði í árum og starfsaldri. Þeir eru líka liðtækir golfarar.
Globusöldungar Samstarfsmennirnir Börkur Árnason framkvæmdastjóri og Kári Ellertsson sölustjóri hjá Globus eru elstu menn fyrirtækisins, bæði í árum og starfsaldri. Þeir eru líka liðtækir golfarar.
Gömlu félagarnir Sveinn Sveinsson, Trausti Víglundsson og Hafsteinn Egilsson, sem unnu saman á Hótel Sögu, færðu Globusmönnum góða gjöf. Þeir fóru einnig með gamanmál enda hafa þeir frá nógu að segja eftir áratuga störf í veitingaþjónustu. Þeir voru með þeim fyrstu til að skapa golfstemningu í veitingastéttinni, þar sem menn gátu notið þess að spila miðnæturgolf út á nesi eftir langar vaktir í Grillinu, Átthaga- og Súlnasal Hótel Sögu.
Gömlu félagarnir Sveinn Sveinsson, Trausti Víglundsson og Hafsteinn Egilsson, sem unnu saman á Hótel Sögu, færðu Globusmönnum góða gjöf. Þeir fóru einnig með gamanmál enda hafa þeir frá nógu að segja eftir áratuga störf í veitingaþjónustu. Þeir voru með þeim fyrstu til að skapa golfstemningu í veitingastéttinni, þar sem menn gátu notið þess að spila miðnæturgolf út á nesi eftir langar vaktir í Grillinu, Átthaga- og Súlnasal Hótel Sögu.
Valdís Þóra Jónsdóttir sem spilar á Evróputúrnum tók á móti verðlaunum. Næsta golfmót hjá Valdísi er í Tælandi og síðan tekur hún stefnuna til Bandaríkjanna, þannig að það er nóg framundan hjá þessari afrekskonu.
Golf-afrekskona Valdís Þóra Jónsdóttir sem spilar á Evróputúrnum tók á móti verðlaunum. Næsta golfmót hjá Valdísi er í Tælandi og síðan tekur hún stefnuna til Bandaríkjanna, þannig að það er nóg framundan hjá þessari afrekskonu.
Stefán Ingi Guðmundsson veitingastjóri á Apótekinu náði að knýja fram sigur í harðri keppni veitingamanna. Hann spilaði sinn besta leik og spurning hvort að það hafi hjálpað honum að spila með afrekskylfingi.
Stefán Ingi Guðmundsson veitingastjóri á Apótekinu náði að knýja fram sigur í harðri keppni veitingamanna. Hann spilaði sinn besta leik og spurning hvort að það hafi hjálpað honum að spila með afrekskylfingi.
Kristján Þór Einarsson Golfklúbbi Mosfellsbæjar gerði sér lítið fyrir og gerði best ofurkylfinga, setti vallarmet af gulum teigum 64 högg eða 7 höggum undir pari vallarins. Hann spilaði skrambalaust golf, með einn örn og fimm fugla. Keppnin var þó hörð því næst kom hinn ungi og efnilegi GR-ingur, Ingvar Andri Magnússon, á 66 höggum með sjö fugla og tvo skramba, 5 höggum undir pari vallarins.
Golfþrenna Kristján Þór Einarsson Golfklúbbi Mosfellsbæjar gerði sér lítið fyrir og gerði best ofurkylfinga, setti vallarmet af gulum teigum 64 högg eða 7 höggum undir pari vallarins. Hann spilaði skrambalaust golf, með einn örn og fimm fugla. Keppnin var þó hörð því næst kom hinn ungi og efnilegi GR-ingur, Ingvar Andri Magnússon, á 66 höggum með sjö fugla og tvo skramba, 5 höggum undir pari vallarins.
Þessi girnilega kaka var í boði fyrir golfara, enda Globus innflytjandi Camus koníaksins.
Girnileg kaka að golfi loknu Þessi girnilega kaka var í boði fyrir golfara, enda Globus innflytjandi Camus koníaksins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““