fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Frosnar prinsessur fjölga mannkyninu

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 9. júlí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disney-myndin Frozen, eða Frosin, sem fjallaði um dramatíska sögu systranna konungbornu Elsu og Önnu, fór sigurför um heiminn árið 2013 og ráðgert er að framhald muni líta dagsins ljós á næstu árum. Svo skemmtilega vill til að leikkonurnar, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, sem fóru með hlutverk systranna í íslensku talsetningunni, eiga báðar von á barni síðar á árinu. Samkvæmt nokkuð traustum heimildum DV komu frosnir fósturvísar ekki við sögu heldur voru börnin getin með náttúrulegum hætti.

Ágústa Eva, sem lætur sífellt meira til sín taka sem söngkona, á von á sér í nóvember. Ítarlega hefur verið fjallað um samband hennar við verðandi barnsföður, Aron Pálmason, sem að öðrum ólöstuðum er einn dáðasti íþróttamaður landsins. Parið hefur ekki gefið út opinberlega hvort von sé á dreng eða stúlku.
Leiklistarneminn Þórdís Björk á von á sér í október og ber dreng undir belti. Barnsfaðir hennar er tónlistarmaðurinn góðkunni, Logi Pedro Stefánsson. Þau voru í sambandi til margra ára en upp úr því slitnaði rétt áður en hinn duldi ávöxtur ástarinnar kom í ljós. Skjötuhjúin hafa þó ekki farið leynt með að þau eru samstiga í meðgöngunni.

Þórdís hefur getið sér gott orð í talsetningu á auglýsingum og sjónvarpsefni. Hennar stærsta hlutverk fyrir utan Önnu prinsessu er eflaust rödd Poppí í Tröllunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“