fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

„Gefum, gleðjum og njótum“

Jónsmessugleði Grósku í Sjálandi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árleg Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, fór fram fimmtudaginn fyrir Jónsmessu á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandshverfi Garðabæjar. Sú sem átti hugmyndina að Jónsmessugleðinni, ásamt stofnun Grósku, er Laufey Jensdóttir, myndlistarmaður og formaður Grósku.

„Jónsmessugleðin er fyrst og fremst menningarviðburður Grósku í samstarfi við Garðabæ,“ segir Laufey. „Á Jónsmessugleðinni halda félagar Grósku myndlistarsýningu og leyfa með því gestum hennar að kynnast listsköpun þeirra. Einkunnarorð hátíðarinnar frá upphafi hafa verið „Gefum, gleðjum og njótum“. Því er allur undirbúningur hennar og framkvæmd unnin með gleði og án endurgjalds. Stjórn Grósku í samvinnu við Garðabæ sér um allt skipulag hennar, en til að svo viðamikill viðburður sem hún er orðin að nái fram að ganga sem best er líka öllum sýnendum úthlutað ákveðnu verkefni til að bera ábyrgð á. Það eru því margir sem hjálpast að við að þetta sumarævintýri Grósku verði að veruleika ár hvert. Á hverju ári leitum við líka til ólíkra listamanna til að leggja okkur lið með fjölbreytta viðburði. Hefur það ávallt gengið vel og hafa bæði byrjendur sem og þekktari ljáð okkur lið. Fyrir þann velvilja þeirra erum við sannarlega þakklát fyrir.“

##Gróska sett á laggirnar

Grasrótarstarf Grósku hófst 2007 en hún var formlega stofnuð 2009 og eru félagar í dag um 80 talsins, af báðum kynjum, þó að konur séu í meirihluta.Er sá yngsti 23 ára og sá elsti um nírætt. Í félaginu er mikil breidd, allt frá byrjendum í myndlistinni til þekktari listamanna.

Þegar Laufey fékk hugmyndina um að koma á fót samstarfi myndlistarmanna í Garðbæ á sínum tíma nálgaðist hún símanúmer annarra listamanna í Garðabæ hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). „Þegar við byrjuðum þá hafði ég búið lengi í Garðabæ, hafði nýlokið listnámi frá Listaháskóla Íslands en þekkti enga starfandi listamenn sem bjuggu í bænum. Því ákvað ég að hringja í þá sem ég fékk uppgefin símanúmer hjá og athuga hvernig þeim litist á hugmyndir mínar um að stofna einhverskonar félag eða í það minnsta að koma okkur saman um að vera sýnilegri bæjarbúum, sem og öðrum,“ segir Laufey. „Við vorum 8-10 sem byrjuðum og þekktumst lítið innbyrðis en í dag eru þetta góðir vinir mínir.“

„Ég brenn einnig fyrir því að við Garðbæingar eignumst listasafn, þetta er bara framkvæmd sem þarf að klára, finna undir það húsnæði og setja markvissa stefnu því til uppbyggingar og framþróunar ,“ segir Laufey. „Ég á mér einnig þann draum að Garðabær verði þekktur sem menningar- og listabær því hér býr fullt af frábærum listamönnum með fjölbreyttan bakgrunn í sinni listsköpun, svo sem tónlist, myndlist, ritlist og kvikmyndagerð – hér er einfaldlega öll flóran.“

Jónsmessugleðin orðin eftirsóknarverð meðal listamanna

„Félagsmenn Grósku skrá sig til þátttöku í Jónsmessugleðinni og einnig höfum við boðið til liðs við okkur myndlistarmönnum úr öðrum bæjarfélögum og er þátttaka orðið eftirsóknarverð. Í ár voru til dæmis með okkur listamenn frá Kópavogi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og Akranesi,“ segir Laufey. „Eins og áður segir leitum við einnig til annarra listamanna í Garðabæ með viðburði og hefur sú beiðni okkar fengið frábærar viðtökur. Þau sem leggja okkur lið eru ýmist byrjendur eða þekktir listamenn.“

Jónsmessugleðin var nú haldin í níunda sinn og hefur alltaf verið haldin á sama stað, á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Veðrið hefur ávalt leikið við listamenn og gesti þeirra og engin undantekning var á því í ár. „En þó að myndi aðeins rigna á okkur þá þola verkin það, þau eru flest úr olíu eða akríl.“

Nýtt þema á hverju ári

„Sýningin er alltaf unnin út frá þema og er því nýtt þema á hverju ári,“ segir Laufey. Í ár var þemað „En hvað það var skrýtið,“ og því þurfa sýnendur að vinna verk út frá því. „Eitt árið var þemað „Jón“ og þá fengu allir Jónar í Garðabæ 16 ára og eldri sent boðsbréf sem þeir þurftu að koma með á gleðina til að komast í Jónapottinn. En úr honum voru svo dregnir út Jónar sem fengu listaverk að gjöf. Vakti þetta mikla lukku.“ Auk þemans í ár var óskað eftir að listamenn sem og gestir myndu koma skringilega klæddir og skreyta sig fjöðrum. Flestir listamannana sýndu verk sín á striga, en innsetningar og skúlptúrar voru líka með.

Jónsmessugleðin sýnir vel fjölbreytileika listsköpunar

Það var sem sagt ekki bara boðið upp á myndlist á Jónsmessugleði Grósku. Tónlistarmenn, bæði byrjendur og þekktari, lögðu Gróskufélögum lið, sá þekktasti í ár er hinn geðþekki Jón Jónsson. Óþekktari en ungar og efnilegar söngkonur voru; systurnar Alexandra Rós og Salóme Sól Norðkvist sem skipa Kvist og Rakel Björk Björnsdóttir og Sara Ósk Þorsteinsdóttir sem skipa Artemis, en þær taka þátt í Skapandi sumarstarfi Garðabæjar. Alexandra Rós er einnig í Jazztríóinu Einsdagsfyrirvari sem kom fram, ásamt Emil Árnasyni og Jóni Unnari Hannessyni.

„Við höfum alltaf í okkar starfi lagt okkur fram við að tengja okkur við æskuna. Auk þeirra ungmenna sem að framan eru talin lagði Rebekka Sif Sigurðardóttir söngkona með meiru okkur lið í fjórða sinn og fékk til liðs við sig Daniel Jones píanóleikara. Í ár var ljóðakveðskapur en þar var ungur drengur Þórður Brynjólfsson sem kvað ljóð Ingólfs Ómars Ármanssonar. Danshópur frá Leikfélaginu Draumar hefur líka verið með okkur frá byrjun. Margir þessara hæfileikaríku unglinga eru að stíga sín fyrstu skref “ segir Laufey. „Einnig eru einstaklingar sem hafa lagt okkur lið frá upphafi og þar má helst nefna Jóhann Björn Ævarsson lúðrablásara, sem hefur í gegnum árin blásið gleðina inn og af með alls kyns blásturshljóðfærum, ásamt Emil Snæ Eyþórssyni.“

Í lok gleðinnar hefur skapast sú hefð að framkvæmdur er gjörningur sem í ár bar nafnið „Fjaðrafok og furðufuglar á hjartastað.“ „Það er ávallt reynt að hafa hann táknrænan á einhvern hátt og í ár tóku allir sýnendur höndum saman og mynduðu hjarta. Upp úr miðju hjartans flögruðu síðan yfir þrjátíu hvítar dúfur, sem tákn um samstöðu, framgang og það jákvæða sem listsköpun gefur umheiminum öllum.“

„Jónsmessugleðin hefur farið framúr okkar björtustu vonum,“ segir Laufey, „og við munum halda upp á tíunda árið á veglegan hátt að ári.“

Facebooksíða Grósku

[[A33AA88190]]

Það má taka mynd af sér með listaverkunum.
Listmyndataka Það má taka mynd af sér með listaverkunum.
Börn frá leikfélaginu Draumar sýndu dans.
Draumadans Börn frá leikfélaginu Draumar sýndu dans.
Hilmar Hjartarson hefur verið með öll árin, utan eitt. Hann tyllti sér niður hér og þar og lék á nikkuna.
Nikkan þanin Hilmar Hjartarson hefur verið með öll árin, utan eitt. Hann tyllti sér niður hér og þar og lék á nikkuna.
Jónsmessugleðin er fyrir alla fjölskylduna og fjöldi barna mætti og lék sér í góða veðrinu.
Leikandi börn Jónsmessugleðin er fyrir alla fjölskylduna og fjöldi barna mætti og lék sér í góða veðrinu.
Jónsmessugleðin var vel sótt, enda dásamlegt að njóta góðrar listar á göngustígnum í Sjálandshverfinu.
Vel sótt Jónsmessugleðin var vel sótt, enda dásamlegt að njóta góðrar listar á göngustígnum í Sjálandshverfinu.
Veðrið lék við gesti Jónsmessugleðinnar.
Blíða á Sjálandi Veðrið lék við gesti Jónsmessugleðinnar.
Það var dásamlegt að hlusta á tónlist í kvöldkyrrðinni.
Tónlist í aftansól Það var dásamlegt að hlusta á tónlist í kvöldkyrrðinni.
Laufey var með aðra af tveimur innsetningum og ber verkið nafnið Hjartans mál hrægramma.
Hjartans mál hrægramma Laufey var með aðra af tveimur innsetningum og ber verkið nafnið Hjartans mál hrægramma.
Listaverkin voru svo sannarlega fljöbreytt þó að þau féllu öll undir þema Jónsmessugleðinnar, en í ár var þemað „En hvað það var skrýtið.“
„En hvað það var skrýtið“ Listaverkin voru svo sannarlega fljöbreytt þó að þau féllu öll undir þema Jónsmessugleðinnar, en í ár var þemað „En hvað það var skrýtið.“
Anna Björnsson við verk sitt.
Anna Björnsson við verk sitt.
Þórdís Ásgeirsdóttir við verk sitt.
Þórdís Ásgeirsdóttir við verk sitt.
Verk eftir Birgi Rafn Friðriksson.
Verk eftir Birgi Rafn Friðriksson.
Rebekka Jenný Reynisdóttir við verk sitt „Spegill.“
Rebekka Jenný Reynisdóttir við verk sitt „Spegill.“
Listamenn voru beðnir um að mæta skringilega til fara og mætti Hulda Hreindal Sigurðardóttir með þennan skemmtilega bláa hatt.
Skringilegur klæðnaður Listamenn voru beðnir um að mæta skringilega til fara og mætti Hulda Hreindal Sigurðardóttir með þennan skemmtilega bláa hatt.
Góð stemning var á Sjálandi á Jónsmessugleðinni.
Stemningin var góð Góð stemning var á Sjálandi á Jónsmessugleðinni.

Mynd: © 2017 Valdimar Saemundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“