fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Hringferð um Ísland: Hvað kostar að keyra hringinn á viku?

Ferðin miðast við tvo fullorðna og tvö börn -Til samanburðar sýnum við verð á vikuferð til Tenerife

Kristín Clausen
Föstudaginn 7. júlí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir eru margir Íslendingar á faraldsfæti, hvort sem er innanlands eða á leið í sólina. DV gerði óformlega verðkönnun á því hvað kostar að keyra hringinn á einni viku. Við fengum til liðs við okkur álitsgjafa, bæði einstaklinga sem og fólk úr ferðabransanum til að setja saman hringferð um Ísland. Staðirnir sem voru valdir eru nokkrir af þeim fjölmörgu ferðamannatöðum sem Íslendingar, sem og aðrir, eru duglegir að heimsækja á leið sinn um landið.

Til að fá sem besta verðhugmynd settum við saman ferðakostnað fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Tvo fullorðna og tvö börn. Ferðadagsetningarnar eru 12. til 19. ágúst næstkomandi. Valdir voru afþreyingarkostir sem eru vinsælir á hverjum stað fyrir sig og fjölskyldan fer að jafnaði einu sinni út að borða á dag. Í annarri ferðinni ferðast fjölskyldan með fellhýsi og gistir á tjaldsvæðum. Í seinni ferðinni gistir fjölskyldan á gistihúsum og á hótelum í bland.

Til samanburðar fengum við send verð frá ferðaskrifstofunni Gamanferðum á ferðum til Tenerife. Þau settu upp tvær ferðir fyrir fjögurra manna fjölskyldur frá 12.-19. ágúst næstkomandi. Önnur ferðin er með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Fjölskyldan sér sjálf um allt uppihald. Seinni ferðin er með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allur matur og drykkir eru innifaldir í verðinu. Þá fengum við upplýsingar um hvað kostar í vinsæla skemmtigarða sem og meðalverð á veitingastöðum á Tenerife. Því er ekki hægt að bera ferðirnar saman en þessi óformlega könnun ætti að gefa lesendum einhverja innsýn hvað ferðalagið gæti kostað.

Hringferð um Ísland:

Nótt 1: Reykholt

Afþreying: Langjökull íshellir. Það kostar 19.500 á mann í hellinn. Ferðin tekur 2 til 4 klukkustundir og er lagt af stað frá Húsafelli. Samtals 78.000 krónur.

Gisting: Fosshótel Reykholt: 28.636 krónur fyrir eina nótt. Morgunmatur er innifalinn.
Matur: Þriggja rétta kvöldverður: 8.2000 krónur á mann. Humarsúpa: 2190 krónur á mann: Fjölskyldan ákveður að kaupa tvö kvöldverðartilboð og tvisvar súpu. Samtals: 20.780 krónur.

Nótt 2: Siglufjörður

Afþreying: Síldarsafn 1.800 krónur á mann fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn. Samtals 3.600 krónur
Sund á Siglufirði: 700 á mann fyrir fullorðna og 330 fyrir börn. Samtals 2.060 krónur
Gisting: Siglunes Guesthouse: Fjölskylduherbergi 30.266 nóttin.

Matur: Þriggja rétta val á veitingastaðnum Siglunes Guesthouse 5.900 krónur á mann: Fjölskyldan ákveður að kaupa fjögur þriggja rétta tilboð. Samtals 23.600 krónur
Nótt 3: Akureyri

Afþreying: Lystigarðurinn, ókeypis aðgangur. Minjasafnið á Akureyri. Fullorðnir borgar 1.400 krónur fyrir dagspassa. Ókeypis fyrir börn. Samtals 2.800 krónur

Gisting: Guesthouse Akureyri: 18.608 nóttin

Matur: Bautinn. Pizzur kosta um það bil 3.000 krónur stykkið. Barnamatseðill gildir fyrir 11 ára og yngri. Rétturinn kostar 1.150 krónur. Fjölskyldan velur tvær pizzur og tvo rétti af barnamatseðli. Samtals: 8.300 krónur

Nótt 4: Mývatn

Afþreying: Hvalaskoðun kostar 9.235 krónur fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn. Samtals 18.470 krónur. Dimmuborgir. Víti, Námaskarð og Skútustaðagígar. Ókeypis aðgangur.

Hótel Gígur við Mývatn -Tveggja stjörnu KEA hótel. Verð fyrir tvö tveggja manna herbergi í eina nótt. Morgunmatur innifalinn: 66.466 Matur: Gamli bærinn, veitingastaður. Réttur dagsins kostar 2.900 krónur, með súpu. Barnaborgari kostar 950 krónur. Tveir réttir dagsins og tveir barnaborgarar kosta samtals 7.700 krónur.

Nótt 5: Egilsstaðir

Afþreying: Jarðböðin við Mývatn. 4.300 fyrir 15 ára og eldri. Frítt fyrir 13 ára og yngri. Unglingagjald 13-15 ára: 1.600 krónur. Fjölskyldan borgar samtals 8.600 krónur. Dettifoss, Ásbyrgi. Ókeypis aðgangur.
Gisting: Hótel Edda Egilstaðir: 38.700 krónur nóttin í fjölskylduherbergi. Morgunmatur innifalinn.
Matur: Geiri Smart Restaurant: Þorskur með meðlæti. 4.500 krónur diskurinn. Börnin fá hamborgara, 2.100 krónur diskurinn. Samtals 13.200 krónur.

Nótt 6: Suðursveit

Afþreying: Jökulsárgljúfur. Gisting: Icelandair hótel í Vík í Mýrdal. Nóttin kostar 45.714 í tveimur herbergjum. Morgunmatur innifalinn. Matur: Súpufélagið, 1.690 diskurinn með brauði. Fjórir diskar kosta 6.760 krónur.

Nótt 7: Vestmanneyjar
Kostnaður í Herjólf. 9.960 krónur til og frá Vestmannaeyjum með bíl.
Afþreying: Eldheimar: Fjölskylduverð 5.500 krónur
Gisting: Gistihúsið Hamar. Fjölskylduherbergi kostar 27.014 krónur í eina nótt.
Matur: Einsi Kaldi, þriggja rétta tilboð: 7500 krónur á mann. Barnamatseðill fyrir börn 14 ára og yngri kostar 2500 krónur diskurinn. Fjölskyldan kaupir tvö þriggja rétta tilboð og börnin borða af barnamatseðli. Samtals: 20.000 krónur.

Bensínkostnaður: Um það bil 20-25 þúsund krónur. Fer eftir bíltegund og aksturlagi.

Hringferð um Ísland

Bensínkostnaður: Um það bil 20 til 25 þúsund krónur. Fer eftir bíltegund og aksturlagi.
Kostnaður í Herjólf 9.960 krónur
Afþreying samtals: 119.030
Gisting samtals 255.407 krónur
Matur samtals: 100.340

Samtals: 504.737

Hringferð með fellihýsi

Leigja fellihýsi: Verð fyrir vikuna á fellihýsaleigu er 79.000 krónur.
Bensínkostnaður: Um það bil 30 til 40 þúsund. Fer eftir bíltegund, þyngd fellihýsis og aksturslagi
Kostnaður í Herjólf: 9960 krónur
Afþreying samtals: 119.030
Gisting samtals: Tjaldsvæðin sem voru valin eru: Húsafellsskógur, Siglufjörður, Þórunnarstræti á Akureyri, Hlíð Mývatni, Egilstaðir, Vík í Mýrdal, Herjólfsdalur í Vestmanneyjum. Samtals kostar gisting í eina nótt á tjaldsvæðunum 21.200 krónur.
Matur samtals: 100.340 (Fyrir þá sem vilja frekar er auðvitað hægt að grilla á tjaldstæðinu. Það lækkar matarkostnaðinn umtalsvert.)

Samtals: 359.530 – 364.530 krónur

Vika á Tenerife

Þegar ferðast er til Tenerife er hægt að velja um íbúðahótel með engu fæði eða íbúðahótel með, til dæmis, allt innifalið. Ferðirnar hér að neðan miðast við vikuna 12. til 19. ágúst næstkomandi. Innfalið í verðinu er flug, skattar, 20 kílóa taska á mann og gisting í 7 nætur.

Fjögurra stjörnu hótel

Verð á mann 82.900 krónur miðað við tvo fullorðna og tvö börn á hótelinu Gran Oasis Resort & Suite 4****. Þetta er 4 fjögurra stjörnu fjölskylduhótel og er á topp 25 lista yfir bestu fjölskylduhótelin á Spáni.

Samtals 331 þúsund fyrir ferðina.

Allt innifalið

Ef fjölskyldan vill taka hótel með allt innifalið þá væri H10- Costa Adeje Palace 4**** góður kostur. Glæsilegt hótel sem býður upp á góðan mat og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Verð á mann er 140.500 krónur.

Samtals 560 þúsund fyrir ferðina.

Afþreying á Tenerife

Stuðst er við upplýsingar frá Gamanferðum

Vatnagarðurinn Siam Park. Strætó keyrir allan daginn og sækir farþega á fyrirfram merktum svæðum á Tenerife og keyrir frítt í garðinn.
Verð á mann fyrir fullorðinn er 35 evrur
Verð á mann fyrir barn eur 24 evrur. Frítt er fyrir börn 6 ára og yngri

Samtals fyrir 4 manna fjölskyldu 118 evrur. Það gera 13.952 krónur ISK.

Loro Park – Dýragarðurinn
Verð á mann fyrir fullorðinn eru 35 evrur
Verð á mann fyrir börn eru 24 evrur. Frítt er fyrir börn 6 ára og yngri

Samtals fyrir 4 manna fjölskyldu 118 evrur. Það gera 13.952 krónur ISK.

Ef fjölskyldan fer í báða garðana þá kostar það 203 evrur. Það gera 24.003 krónur ISK.

Að fara út að borð á Tenerife getur verði mjög ódýrt og auðvitað dýrt líka ef vel á að gera við sig. Samkvæmt upplýsingum frá Gamanferðum kosta þriggja rétta máltíðir á dæmigerðum ferðamannaveitingastað 9.90-14.90 evrur (1.170 til 1761 krónur ISK.) Yfirleitt kostar aðalréttur á bilinu 8 til 15 evrur (945-1.774 krónur) ISK á meðal veitingahúsum. Á fínni stöðum kosta aðalréttirnir frá 12-25 evrur (1.418-2.956 krónur ISK). Algengt er að bjórinn kosti frá 1.5 til 4 evrur (177-472 krónur ISK).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi