fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

„Viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið“

Lögfræðingur segir niðurstöðuna í dag vera fúsk

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. febrúar 2017 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptökunefnd hefur fallist á endurupptökubeiðni Alberts Klahn Skaftasonar, Sævars Ciesielski, Kristjáns Viðars Viðarssonar, Tryggva Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar sem sakfelldir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin á áttunda áratugnum. Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku er hafnað. Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur segir þetta áfall, en hún hefur lengi haft áhuga á málinu og fylgst náið með ferli endurupptökubeiðnanna.

Aðalheiður segir niðurstöðuna ömurlega þar sem einungis sé um að ræða endurupptöku á mannhvarfsþáttum málsins en endurupptökunefndin synjaði endurupptöku á dómum er snéru að röngum sakargiftum. Kallar hún niðurstöðuna fúsk þar sem kerfið sé að vernda sjálft sig með því að viðurkenna ekki að það áttu hlut í að þau játuðu eftir að hafa setið í einangrun langtímum saman. „Klúbbmenn sátu í yfir 100 daga í einangrun. Þegar yfirvöldin áttuðu sig á því (ef þeir vissu það ekki allan tímann) að þeir koma málinu akkúrat ekkert við, þarf að finna leið til að redda sér út úr því vandamáli og sagan verður til og hljóðar svo: Erla, Sævar og þau hin, hittust á fundi eftir að hafa drepið Geirfinn og komu sér saman um að ef grunur félli á þau myndu þau kenna Klúbbmönnum um,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Fyrir þetta fengu þau dóm og fangelsisvist. Ég endurtek, þau sátu í fangelsi fyrir það brot lögreglunar að frelsissvipta annað saklaust fólk í fleiri mánuði og forsendurnar fyrir þessu eru þær að þau hafi ætlað að beina lögreglunni eitthvað annað en að þeim sjálfum ef þau yrðu grunuð vegna Geirfinns.“

Niðurstaðan er fúsk

Aðalheiður segir það ekki standast skoðun að ef þau séu saklaus af því að hafa látið Geirfinn Einarsson hverfa árið 1974 þá hafi þau átt samantekin ráð að koma sök á aðra í málinu. Segir hún kerfið hugsa með eftirfarandi hætti: „Hvernig getum við klárað þetta mál með sem allra minnstum tilkostnaði og með lágmarksniðurlægingu fyrir kerfið? Jú, með því að segja: Við hjá yfirvaldinu gerðum ekkert rangt en aumingja fólkið bara játaði á sig hluti sem það gerði ekki. Og við skulum sýna þeirri yfirsjón skilning og endurupptaka þá þætti málsins. En við endurupptökum ekki þá þætti sem beina sökinni í okkar átt og varpa ljósi á hvað raunverulega gekk á í Síðumúlanum. Það verður mjög dýrt spaug, enda ljóst að bótagreiðslur hljóta að að miðast við sök ríkisins að einhverju leyti.“

Aðalheiður segist ekki trúa því að sátt geti ríkt um þessa lendingu nefndarinnar og nú þurfi að hugsa mögulegar leiðir. Niðurstaðan sé fúsk. „Það er fullkomið fúsk hvernig kerfið ætlar að firra sjálft sig ábyrgð á málinu með þessum hætti og það er beinlínis viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Í gær

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“