fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Mætir og eldar crêpes

Anna Margrét Ólafsdóttir rekur veisluþjónustu – Miðnætursnarl í brúðkaupum vinsælt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 25. júní 2016 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Anna Margrét Ólafsdóttir flutti til Frakklands sem au pair lærði hún ýmislegt fleira en barnastúss og frönsku. Til dæmis fór hún á námskeið í að gera crêpes, franskar fylltar pönnukökur sem hún bakar nú fyrir Íslendinga líkt og enginn sé morgundagurinn.

„Ég var í Frakklandi sem au pair í eitt ár og þar borðaði ég mikið af crêpes, aðallega heima hjá ömmu barnanna en líka á götuhornum í París. Foreldrarnir sem ég vann fyrir komu með þá hugmynd að ég opnaði veitingavagn með crêpes á Íslandi. Þá fannst mér samt eins og ég gæti ekki farið út í rekstur því það væri ekki fyrir mig. Síðan veltum við mamma þessari hugmynd fyrir okkur og fyrir stuttu ákvað ég að láta reyna á þetta. Ég skellti mér á námskeið í Bretagnehéraðinu, þaðan sem crêpes kemur upphaflega og lærði réttu handtökin. Ég var að hugsa um að vera með vagn, en svo fannst mér svo gaman á námskeiðinu og langaði að byrja strax. Þá datt mér í hug að fara einfaldlega beint heim til fólks með veisluþjónustu og elda fyrir það á staðnum.“

Það er augljóst að Önnu Margréti leiðist ekki viðskiptin sem hún er skyndilega búin að koma sér í. Hún er meira og minna upppöntuð í allt sumar fyrir fyrirtæki og stórar veislur og miðnætursnarl í brúðkaupum er ansi vinsælt. Á næstunni mun Anna Margrét einnig bjóða upp á crêpes á stórum hátíðum líkt og LungA á Seyðisfirði, markaðinum í Mosfellsdal og Krás í Fógetagarðinum.

„Já, viðtökurnar hafa verið alveg afskaplega góðar og mig langar að sjá hvert þetta þróast. Ég ætlaði í nám erlendis í haust en vegna þess hve vel mér gengur með crêpes-ið ætla ég að vera hér heima, stunda nám við Listaháskóla Íslands og fylgja þessu eftir.“

Crêpes og crêpes ekki það sama

Leikmenn gætu haldið að crêpes séu hefðbundnar pönnukökur sem fylla má á marga vegu en Anna Margrét þvertekur fyrir það enda fylgir hún kúnstarinnar reglum svo pönnukökurnar verði sem gómsætastar.

„Úti í Frakklandi eru mörg Creperie sem bjóða einungis upp á galette sem er ósæt gerð af crêpes og svo crêpes. Þá pantar maður eina af hvoru og fær franskt áfengt eplavín með. Ég veit ekki hvort ég muni taka þetta svo langt en það má alltaf láta sig dreyma. Ég legg samt mikið upp úr því að gera réttinn eins og hefðin gerir ráð fyrir. Þá skiptir mestu máli að blanda deigið rétt og nota rétt hráefni. Til dæmis er notað mismunandi hveiti í galette og crêpes en svo gerir frönsk tilgerð líka heilmikið fyrir bragðið.“

Anna Margrét brosir út í annað og segist gjarnan bera fram pönnukökurnar á franskri tungu ef stemning leyfi. Hún bætir svo við að pannan skipti miklu máli, en hún hefur nú þegar fest kaup á tveimur pönnum sem hún tekur með sér í öll „gigg“. En hvað ætli sé vinsælast meðal viðskiptavina Önnu Margrétar?

„Galette með frönskum geitaosti, valhnetum, hunangi og salati er nýjasta uppáhaldið. Svo prófaði ég nýlega crêpes með Nutella, bönunum, jarðarberjum og saltkaramellusósu sem ég bý til sjálf. Það er alger bomba!“

Anna Margrét segist ekki hafa verið mikil mataráhugakona fyrr en hún kynntist crêpes gerð og telur hún ástæðuna mögulega leynast í því hversu listrænn crêpes baksturinn getur orðið.

„Pönnukökuna þarf að móta með ákveðnum hætti og til þess gerðum spaða og svo má fyllingin vera með ýmsu móti. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og svo er frábært að geta verið í skóla og haft crêpes-reksturinn samhliða.“

Þeir sem vilja geta fundið frekari upplýsingar og pantað crêpes bakstur í gegnum AMO Crêpes á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið