fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Fengu flugmiða og gjaldeyri frá WOW air

„Við erum afar þakklát fyrir alla hjálp“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. október 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air gaf Kristínu Þórsdóttur og Kristjáni Birni Tryggvasyni sex flugmiða sem gilda til allra áfangastaða flugfélagsins. Þá tók starfsfólk sig saman og stóð fyrir söfnun innan fyrirtækisins. Kristján er aðeins 35 ára og hefur ákveðið að hætta meðferð við krabbameini. Kristján og Kristín eiga saman þrjú börn, þriggja ára, átta ára og þrettán ára. Kristján hefur barist við krabbamein frá árinu 2006. Hann hefur nú ákveðið að njóta þess tíma sem eftir er með fjölskyldunni í stað þess að ganga í gegnum erfiðar geisla- og lyfjameðferðir.

Hjónin dreymdi um að ferðast en tekjur eru af skornum skammti. Kristján er öryrki og Kristín hefur séð um börnin þeirra þrjú að mestu. Eftir frétt DV um málið ákvað WOW air að bjóða fjölskyldunni út ásamt fylgdarmanni. Starfsfólk ákvað einnig að safna gjaldeyri og fengu Kristján og Kristín yfir 200 þúsund krónur lagðar inn á reikning sinn.

„Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn undanfarið. Við erum afar þakklát fyrir alla hjálp,“ sagði Kristín þegar hún tók við gjafabréfunum á skrifstofu DV. Vildi hún koma á framfæri þakklæti til allra sem hefðu verið þeim innanhandar á þessum erfiðu tímum. Fjölskyldan hyggst nýta gjafabréfin í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King