fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Linda táraðist ofan í súpuna

Náungakærleikur sýrlenskrar nágrannakonu hitti beint í hjartastað

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. september 2016 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sýrlendingar björguðu mér í kvöld,“ segir fjölmiðlakonan Linda Blöndal um leið og hún lýsir einstökum samhug og hlýju af hálfu nágrannakonu sinnar sem kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt fjölskyldu sinni. Óhætt er að segja að frásögn Lindu sé dæmi um að tungumálaörðugleikar þurfi síður en svo að standa í vegi fyrir náungakærleika á milli fólks.

Linda segir frá því í færslu á fésbókarsíðu að hún hafi verið rúmföst með flensu undanfarna daga og því hafi fylgt slappleiki og lystarleysi. Var hún ein heima í kvöld á meðan sambýlismaðurinn, Börkur Gunnarsson blaðamaður var í vinnu:

„Minn maður á langri moggavakt og jú sitt hvað er að borða hér heima en ég hef ekki lyst á neinu og engin orka að elda. Nýji nágranni minn er frá Sýrlandi, hún Basma og eiginmaður. Hef lagt mig um að vera vinur þeirra enda flóttamenn og fínt fólk.Hún kom hingað fyrir fáeinum mánuðum með manni sínum Mustafa,“

ritar Linda og lýsir því næst óvæntri heimsókn:

„Basma bankaði uppá snemma í kvöld og býður mér í mat með vinkonum sínum. Ég er með hita og afþakka (sýni þeim hitamælinn – enginn talar ensku). Loka svo að mér. Þá koma þær um hæl og banka aftur, með heita súpu í skál. Kinka kolli og strjúka mér,“ segir hún og bætir við, djúpt sortin yfir hugulseminni:

„Svo góða súpu að ég tárast ofaní hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun