fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Fjárfestir eignast einstakan lúxusbíl

Heiðar Guðjónsson kominn á BMW M4 – Eini bíll sinnar tegundar hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn og hagfræðingurinn Heiðar Guðjónsson virðist kunna að meta góða og glæsilega sportbíla. Hann var meðal þeirra fyrstu sem eignuðust eintak af hinum eftirsótta rafmagnslúxusbíl Tesla Model S hér á landi þegar hann kom á markað, en slíkur bíll getur kostað 12–15 milljónir króna. Í vikunni eignaðist Heiðar síðan nýjan og jafnvel enn glæsilegri bíl. BMW M4-sportbíl.

Eftir því sem DV kemst næst er um einstakan bíl að ræða þar sem hann er sá eini sinnar tegundar hér á landi. Skráður eigandi bifreiðarinnar er Ursus ehf., eignarhaldsfélag Heiðars, en sjálfur er hann skráður umráðamaður bifreiðarinnar. Þeir sem til þekkja segja að M4-bílar BMW séu með þeim glæsilegri og öflugustu sem völ er á. Herma heimildir DV að bifreið Heiðars sé rúm 420 hestöfl.

Heiðar, sem er einn umsvifamesti fjárfestir á landinu, vildi ekki tjá sig um bílakaupin þegar DV sló á þráðinn til hans til að forvitnast um þennan einstaka bíl. Því liggur ekki fyrir hvort hann hafi losað sig við Tesla-rafbílinn eða hvaða útbúnaði eða eiginlegum nýi bíllinn er gæddur.

Ljóst er að Heiðar, sem er sterkefnaður fjárfestir, getur leyft sér ýmislegt þegar kemur að bílamálum. Heimildir DV herma að nýir BMW M4-bílar geti kostað 17–19 milljónir króna, komnir á götuna. En það veltur allt á því hvernig þeir eru útbúnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Í gær

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“