fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Fjárfestir eignast einstakan lúxusbíl

Heiðar Guðjónsson kominn á BMW M4 – Eini bíll sinnar tegundar hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn og hagfræðingurinn Heiðar Guðjónsson virðist kunna að meta góða og glæsilega sportbíla. Hann var meðal þeirra fyrstu sem eignuðust eintak af hinum eftirsótta rafmagnslúxusbíl Tesla Model S hér á landi þegar hann kom á markað, en slíkur bíll getur kostað 12–15 milljónir króna. Í vikunni eignaðist Heiðar síðan nýjan og jafnvel enn glæsilegri bíl. BMW M4-sportbíl.

Eftir því sem DV kemst næst er um einstakan bíl að ræða þar sem hann er sá eini sinnar tegundar hér á landi. Skráður eigandi bifreiðarinnar er Ursus ehf., eignarhaldsfélag Heiðars, en sjálfur er hann skráður umráðamaður bifreiðarinnar. Þeir sem til þekkja segja að M4-bílar BMW séu með þeim glæsilegri og öflugustu sem völ er á. Herma heimildir DV að bifreið Heiðars sé rúm 420 hestöfl.

Heiðar, sem er einn umsvifamesti fjárfestir á landinu, vildi ekki tjá sig um bílakaupin þegar DV sló á þráðinn til hans til að forvitnast um þennan einstaka bíl. Því liggur ekki fyrir hvort hann hafi losað sig við Tesla-rafbílinn eða hvaða útbúnaði eða eiginlegum nýi bíllinn er gæddur.

Ljóst er að Heiðar, sem er sterkefnaður fjárfestir, getur leyft sér ýmislegt þegar kemur að bílamálum. Heimildir DV herma að nýir BMW M4-bílar geti kostað 17–19 milljónir króna, komnir á götuna. En það veltur allt á því hvernig þeir eru útbúnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld