fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Bæjarbúar í blússandi stuði á Seltjarnarnesi

700 manns komu saman um síðustu helgi þegar bæjarhátíð Seltjarnarness fór fram í fimmta sinn. Hátíðin í ár var sú umfangsmesta til þessa og dagskráin aldrei fjölbreyttari.

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 6. september 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíðin hófst með sundlaugarpartýi í sundlaug Seltjarnarness þar sem boðið var upp á laktósalausan ís og lifandi tónlist. Bæjarbúar skreyttu hús og lóðir samkvæmt litaþema, boðið var upp á hjólreiðatúr um nesið undir leiðsögn og svo var haldin hamborgaragrillveisla við Valhúsaskóla.

Hápunkturinn í þessari vel heppnuðu dagskrá var svo Brekkusöngurinn í Plútóbrekku þar sem fólk á öllum aldri mætti til að lyfta sér upp. Leikarinn og Seltirningurinn Jóhann G. Jóhannsson hélt uppi rífandi stemmningu með valinkunnu liði listamanna. Meðal annara stigu á stokk strákarnir í hljómsveitnni Tapír og bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson stýrðu mjög vel heppnuðum fjöldasöng.

Stemningin í brekkunni var stórkostleg að sögn viðstaddra en talið er að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Bæjarins beztu buðu upp á pylsur og Veislan bauð upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu í brekkunni. Allt ákaflega þjóðlegt.
Framtakinu var vel tekið af bæjarbúum og fólk á einu máli um að bæjarhátíð Seltjarnarness væri sannarlega komin til að vera.

Íbúar úr öllum hverfum bæjarins sameinuðust um grillveislu sem haldin var við Valhúsaskóla.
Götugrill Íbúar úr öllum hverfum bæjarins sameinuðust um grillveislu sem haldin var við Valhúsaskóla.
Sjöfn Þórðardóttir, Frikki Dór og Jón Jónsson
Gleðipinnar Sjöfn Þórðardóttir, Frikki Dór og Jón Jónsson
Mikill fjöldi fólks á öllum aldri kom saman í Plútóbrekku.
Gleði í Plútóbrekku Mikill fjöldi fólks á öllum aldri kom saman í Plútóbrekku.
Veislan bauð bæjarbúum upp á heita, hressandi kjötsúpu.
Kjötsúpukarlarnir Veislan bauð bæjarbúum upp á heita, hressandi kjötsúpu.
Boðið var upp á ís í sundlauginni og féll það vel í kramið hjá þeim yngstu.
Laktósalaust Boðið var upp á ís í sundlauginni og féll það vel í kramið hjá þeim yngstu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“