fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Bæjarbúar í blússandi stuði á Seltjarnarnesi

700 manns komu saman um síðustu helgi þegar bæjarhátíð Seltjarnarness fór fram í fimmta sinn. Hátíðin í ár var sú umfangsmesta til þessa og dagskráin aldrei fjölbreyttari.

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 6. september 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíðin hófst með sundlaugarpartýi í sundlaug Seltjarnarness þar sem boðið var upp á laktósalausan ís og lifandi tónlist. Bæjarbúar skreyttu hús og lóðir samkvæmt litaþema, boðið var upp á hjólreiðatúr um nesið undir leiðsögn og svo var haldin hamborgaragrillveisla við Valhúsaskóla.

Hápunkturinn í þessari vel heppnuðu dagskrá var svo Brekkusöngurinn í Plútóbrekku þar sem fólk á öllum aldri mætti til að lyfta sér upp. Leikarinn og Seltirningurinn Jóhann G. Jóhannsson hélt uppi rífandi stemmningu með valinkunnu liði listamanna. Meðal annara stigu á stokk strákarnir í hljómsveitnni Tapír og bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson stýrðu mjög vel heppnuðum fjöldasöng.

Stemningin í brekkunni var stórkostleg að sögn viðstaddra en talið er að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Bæjarins beztu buðu upp á pylsur og Veislan bauð upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu í brekkunni. Allt ákaflega þjóðlegt.
Framtakinu var vel tekið af bæjarbúum og fólk á einu máli um að bæjarhátíð Seltjarnarness væri sannarlega komin til að vera.

Íbúar úr öllum hverfum bæjarins sameinuðust um grillveislu sem haldin var við Valhúsaskóla.
Götugrill Íbúar úr öllum hverfum bæjarins sameinuðust um grillveislu sem haldin var við Valhúsaskóla.
Sjöfn Þórðardóttir, Frikki Dór og Jón Jónsson
Gleðipinnar Sjöfn Þórðardóttir, Frikki Dór og Jón Jónsson
Mikill fjöldi fólks á öllum aldri kom saman í Plútóbrekku.
Gleði í Plútóbrekku Mikill fjöldi fólks á öllum aldri kom saman í Plútóbrekku.
Veislan bauð bæjarbúum upp á heita, hressandi kjötsúpu.
Kjötsúpukarlarnir Veislan bauð bæjarbúum upp á heita, hressandi kjötsúpu.
Boðið var upp á ís í sundlauginni og féll það vel í kramið hjá þeim yngstu.
Laktósalaust Boðið var upp á ís í sundlauginni og féll það vel í kramið hjá þeim yngstu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“