

Bandarísk stúlka að nafni Grace birti myndband á TikTok á dögunum þar sem faðir hennar, sem hefur verið slökkviliðsmaður í 30 ár, útskýrði hvað á að gera ef það kviknar eldur í bakaraofni.
Myndbandið hefur slegið í gegn, með yfir 4,6 milljónir áhorfa og hafa tæplega 900 þúsund manns líkað við það.
Slökkviliðsmaðurinn segir:
„Ef það kviknar eldur inni í ofninum þá skaltu slökkva á ofninum og hafa hann áfram lokaðan. Eldurinn mun kafna.“
Hann segir jafnframt hvað skal ekki gera: „Ekki opna ofninn.
@grace.debest call Chief Doug anytime #firetips #firefighter #ovenfire ♬ original sound – grace