

Svona hefst bréf 39 ára konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
Hún útskýrir nánar stöðuna.
„Ég er tilbúin að kasta öllu á glæ og fara frá manninum mínum fyrir hann. Ég er 39 ára og hann er 42 ára. Hann hefur verið að þjálfa yngstu dóttur mína undanfarin þrjú ár.
Hún æfir nokkrum sinnum í viku og ég sæki hana alltaf, hjálpa til að skipuleggja viðburði og spjalla við aðra foreldra.
Það gerðist mjög náttúrulega að við kynntumst hvort öðru en síðan byrjaði boltinn að rúlla, tengingin á milli okkar var óneitanleg. Við byrjuðum á því að senda skilaboð á hvort annað en það endaði með því að sambandið varð líkamlegt.
Við nýttum hvert tækifæri til að hittast og í hvert skipti sögðum við að það yrði það síðasta. Mér líður hræðilega að svíkja eiginmann minn, sem er góður maður, og ég veit að það sem ég er að gera er rangt. En ég get ekki látið eins og tilfinningar mínar séu ekki til staðar.
Við höfum bæði talað um að fara frá mökum okkar og vera saman. Það er partur af mér sem er tilbúinn að stökkva á það, en ég er hrædd.“
„Þetta framhjáhald hefur gefið þér spennu, athygli og flótta frá daglegri rútínu, en það þýðir ekki að þið eigið framtíð saman.
Framhjáhöld lifa ekki í raunveruleikanum, heldur í búbblu þar sem allt virðist mögulegt. Áður en þú tekur einhverja ákvörðun þá skaltu aðeins draga þig í hlé, einblína á fjölskylduna, hjónabandið og þig sjálfa.
Spurðu þig sjálfa hvað þú þarft og hvort það sé hægt að gera eitthvað í því heima fyrir.“