Bandaríski áhrifavaldurinn Sydney, sem kallar sig Sydney Moriarty á TikTok, var í heimsókn á Íslandi fyrir stuttu og fékk smá áfall þegar hún sá hvað kostar að borða hérna.
„Það var ótrúlegt á Íslandi, en kreditkortið mitt er ekki sammála,“ segir hún í myndbandi á TikTok.
Hún tók saman hvað hún eyddi miklu í mat á meðan hún var á klakanum.
„Ég held að það sem pirrar mig mest á þessum lista er ís fyrir rúmlega 3000 krónur,“ segir hún.
„Annað sem mér finnst líka athyglisvert: Einn drykkur, buffalo blómkál og skál af súpu, kostaði níu þúsund krónur.
Í heildina eyddi ég 73.800 krónum í mat yfir viku. Þannig ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna, eða borðaðu bara núðlur á meðan þú ert þar.“
@sydmoriarty It was incredible though.. so can I really be mad?😅 #fyp #iceland #icelandtravel #icelandfood #foodcost #trending #viral #travel #traveling #icelandtraveltips #icelandic ♬ Welp, Didn’t Expect That – Yu-Peng Chen & HOYO-MiX