Þetta eru ekki beint nýjar upplýsingar, en ný rannsókn reyndi að svara spurningunni: „Af hverju eru konur ekki að fá fleiri fullnægingar?“
Rannsakendur, sem birtist í Journal of Social and Personal Relationships, telja sig ná að svara spurningunni um hvað sé að gerast í svefnherberginu hjá gagnkynhneigðum pörum. Þeir segja vandamálið vera það sem þeir kalla: Fullnægingarbilið (e. orgasm pursit gap). Það vísar til þess hversu mikla fyrirhöfn báðir aðilar telja sig hafa fyrir fullnægingu konunnar.
Samkvæmt niðurstöðum þá setja bæði konur og karlar fullnægingu karlmannsins í forgang, og miklu minni áhersla er lögð á fullnægingu konunnar.
Í rannsókninni var rætt við 127 manns í gagnkynhneigðum samböndum á aldrinum 18 til 40 ára. Þátttakendur voru beðnir um að halda kynlífsdagbók í þrjár vikur og var samtals skráð um 566 atburði.
Karlmenn fengu fullnægingu 90 prósent skiptanna, en konur aðeins 54 prósent.
Carly Wolfer, höfundur rannsóknarinnar, sagði að vandamálið væri ekki af því að það sé „erfiðara fyrir konur að fá það.“ Hún sagði það gamla mýtu, heldur væri það því „við leggjum minni vinnu á kynlífsathafnir sem ýta undir nautn kvenna, eins og að örva snípinn.“
Wolfer sagði fullnægingarbilið snúast um „hversu mikið viðkomandi vill að fullnæging verði og hversu mikla vinnu viðkomandi er tilbúinn að leggja á sig svo það gerist.“