Í gær var greint frá því að Annie hafi verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa stundað kynlíf með 583 karlmönnum á sex klukkustundum.
Í samtali við Us Weekly sagði hún: „Mér líður ekki nógu vel.“
Sjá einnig: Klámstjarna á sjúkrahúsi eftir að hafa sofið hjá 583 karlmönnum
„Mér hefur blætt mikið eftir þetta. Ég var klárlega mjög aum þarna niðri og fékk smá skurð,“ sagði hún.
Hún sagðist einnig vera með endómetríósu sem væri að gera þetta verra, en einnig stressið dagana fyrir „kynlífsáskorunina“ en hún hafði nýlega keypt „draumahúsið“ sitt nokkrum dögum áður.
„Í öllum myndböndunum mínum var ég mjög heiðarleg um að mér leið vel fyrir, á meðan og eftir að þessu stóð. Þannig líkamlegi þátturinn í þessu var ekki vandamálið, frekar eftirköstin vegna streitunnar,“ segir hún við Us Weekly um ástandið í dag.
Hún segir að líkami hennar hafi bara „klesst á vegg“ og varð til þess að hún þurfti að fara á sjúkrahús.
„Batahorfur eru góðar. Ég virðist þurfa að taka vikufrí frá vinnunni, reyna að slaka aðeins á, sitja úti í sólinni og taka því rólega í smá tíma. En ég verð klárlega góð og mun ekki láta þetta hægja á mér.“