Húsið var byggt árið 1928, er á þremur hæðum og 230 fermetrar að stærð. Það er vel skipulagt og mikið endurnýjað.
Eignin stendur á glæsilegri lóð með afgirtum garði sem snýr til suðurs.
Þorleifur Eyjólfsson húsameistari teiknaði húsið. Þorleifur teiknaði fjölda húsa og kom fram með merkar nýjungar í reykvískri húsagerð á árunum 1925-1932 og má segja að hann hafi innleitt straumlínulagið í íslenskan arkitektúr þess tíma.
Lestu nánar um eignina og skoðaðu fleiri myndir á fasteignavef DV.