fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. maí 2025 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklega sjarmerandi einbýlishús við Öldugötu í miðbæ Reykjavíkur er til sölu. Það er óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamat er 139,7 milljónir.

Húsið var byggt árið 1928, er á þremur hæðum og 230 fermetrar að stærð. Það er vel skipulagt og mikið endurnýjað.

Eignin stendur á glæsilegri lóð með afgirtum garði sem snýr til suðurs.

Þorleifur Eyjólfsson húsameistari teiknaði húsið. Þorleifur teiknaði fjölda húsa og kom fram með merkar nýjungar í reykvískri húsagerð á árunum 1925-1932 og má segja að hann hafi innleitt straumlínulagið í íslenskan arkitektúr þess tíma.

Lestu nánar um eignina og skoðaðu fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Í gær

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði