Bill, sem þjálfaði New England Patriots í NFL-deildinni, er sagður hafa beðið hana um að klæðast rauðum buxum svo hann ætti auðveldara með að sjá hana í stúkunni. Heimildarmaður New York Times greinir frá þessu og sagði einnig að Jordon hafi reglulega hitt Bill á hóteli kvöldið fyrir leiki, tímabilið 2023-2024.
Sjá einnig: Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna
Jordon er 49 árum yngri en Bill og kynntust þau árið 2021, þegar Jordon var rétt um tvítugt. Þau kynntust um borð í flugvél, þann 11. febrúar 2021, en á þeim tíma var Bill í sambandi með Lindu Holliday, 61 árs. Þau hættu saman í september 2023 eftir 16 ár saman og þá er fyrst vitað til þess að Jordon og Bill væru byrjuð að stinga saman nefjum. Þau opinberuðu sambandið í fyrra og hefur það vakið talsverða athygli.
Ekki aðeins vegna aldursins heldur vegna hegðunar hennar. Það vakti til að mynda mikla athygli þegar Bill var í viðtali hjá CBS og virtist hún vera við stjórn. Þáttastjórnandinn spurði Bill hvernig hann kynntist Jordon. Þá mátti heyra í Jordon, sem ekki var með í viðtalinu en var inni í sama rými, segja að þessi spurning væri ekki í boði. Margir sögðu viðtalið mjög vandræðalegt og kölluðu Jordon „stjórnsama,“ sögðu að hún væri að „stjórna“ Bill.
@yahoosports Bill Belichick’s girlfriend Jordon Hudson shut down a question about how they met during an interview with CBS 👀 (via @CBS Mornings) #billbelichick #jordonhudson #tarheels #newenglandpatriots ♬ original sound – Yahoo Sports