fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fókus

Áhrifavaldur missti þriggja ára son sinn í hörmulegu slysi

Fókus
Mánudaginn 19. maí 2025 13:29

Hjónin syrgja nú þriggja ára son sinn. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og mömmubloggarinn Emily Kiser syrgir nú þriggja ára gamlan son sinn sem fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar við heimili sitt í Arizona í Bandaríkjunum síðastliðinn mánudag.

Lögregla staðfesti að drengurinn, Trigg Kiser, hefði látist í gær.

Kiser nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er hún með 1,2 milljónir fylgjenda á Instagram og 3,4 milljónir fylgjenda á TikTok.

Hún eignaðist sitt annað barn í vetur og hefur hún verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með hennar daglega lífi sem móðir tveggja ungra barna.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir að heimili fjölskyldunnar síðasta mánudag vegna mögulegrar drukknunar. Þegar að var komið voru endurlífgunartilraunir hafnar og var drengurinn fluttur á nærliggjandi sjúkrahús áður en hann var fluttur með þyrlu á barnaspítalann í Phoenix.

Rannsókn á málinu stendur yfir að því er segir í frétt KBTX. Trigg fæddist í júlí 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara