Lögregla staðfesti að drengurinn, Trigg Kiser, hefði látist í gær.
Kiser nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er hún með 1,2 milljónir fylgjenda á Instagram og 3,4 milljónir fylgjenda á TikTok.
Hún eignaðist sitt annað barn í vetur og hefur hún verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með hennar daglega lífi sem móðir tveggja ungra barna.
Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir að heimili fjölskyldunnar síðasta mánudag vegna mögulegrar drukknunar. Þegar að var komið voru endurlífgunartilraunir hafnar og var drengurinn fluttur á nærliggjandi sjúkrahús áður en hann var fluttur með þyrlu á barnaspítalann í Phoenix.
Rannsókn á málinu stendur yfir að því er segir í frétt KBTX. Trigg fæddist í júlí 2021.