Heimildarmenn TMZ segja að það sé rígur á milli þeirra og að þeir talist ekki á vegna kærustu Romeo, Kim Turnbull.
Kim á að hafa átt í stuttu ástarsambandi með Brooklyn fyrir einhverjum árum síðan. En aðrir heimildarmenn segja ósættið ekkert tengjast afbrýðisemi heldur ástæðum Kim fyrir því að vera með enn öðrum Beckham syni.
David Beckham fagnaði nýverið 50 ára afmæli og mættu Romeo og Kim, en hvorki Brooklyn né eiginkona hans, Nicola, létu sjá sig. Sagt er að hjónin ætli ekki að mæta á neinn viðburð þar sem Kim verður.
Romeo birti mynd á Instagram frá afmæli föður síns og skrifaði með: „Fjölskyldan er mér allt, elska ykkur öll.“ En að sjálfsögðu var elsti bróðirinn ekki viðstaddur og í upptalningu þeirra sem hann sagðist elska.