fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Uppgjör við eitrað ástarsamband

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. mars 2025 13:06

Frýs frá vinstri Björn Máni, Haukur Lár, Daníel, Brynjar og Rafael

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur hljómsveitarinnar Frýs, sem var valin Hljómsveit fólksins á Músíktilraunum í fyrra, hafa beðið lengi eftir að hljómsveitin gefi frá sér lag. Biðin er á enda en fyrsta smáskífa sveitarinnar, All That You Are, kom út í dag. Lagið er fyrsta lag sveitarinnar sem kemur út af samnefndri plötu sem kemur út í haust.

Frýs vakti mikla athygli á Músíktilraununum í fyrra fyrir afburðar hljóðfærakunnáttu og þétta tónlist. Líktu gagnrýnendur hljómsveitinni við bönd eins og Red Hot Chilli Peppers, Jet Black Joe og Led Zeppelin og þykja lagasmíðar og útsetningar metnaðarfullar og flóknar. Það fór svo að á lokakvöldi Músíktilrauna tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins eftir almenna símakosningu.

Lagið All That You Are var opnunarlag sveitarinnar á Músíktilraununum. „Lagið fjallar um sjúka ást, er uppgjör við eitrað ástarsamband og er eins konar skilaboð til viðkomandi,“ segir Daníel Sveinn Jörundsson, söngvari Frýs. „Það fjallar um augnablikið þegar þú áttar þig á hver manneskjan sem þú ert í sambandi með er í raun og veru og hugrekkið sem það krefst að því að fara úr slíku sambandi og þeim tilfinningum sem fylgja.“

Hljómsveitin Frýs samanstendur af fimm strákum úr Reykjavík sem segja tónlist sína vera undir áhrifum frá sígildu og síkadelísku rokki. Þetta eru auk Daníels Sveins þeir Haukur Lár Hauksson sem spilar á gítar, Björn Máni Björnsson sem spilar á hljómborð, Brynjar Karl Birgisson sem spilar á bassa og Rafael Róbert Símonarson á trommur.

Lagið All That You Are er eftir Hauk Lár og textinn eftir Daníel Svein. Upptökustjórn var í höndum Björns Óla Harðarsonar en það er Alda Music sem gefur það út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 4 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“