fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fókus

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá

Fókus
Þriðjudaginn 7. október 2025 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Kevin Blatt er ef til vill ekki nafn sem margir kannast við, en Blatt þessi er þekktastur fyrir að hafa tekið þátt í vafasömum viðskiptum sem tengdust dreifingu kynlífsmyndbanda fræga fólksins á sínum tíma.

Var Blatt eins konar milligöngumaður á milli þeirra sem áttu upptökurnar og útgefenda sem vildu kaupa þær og kom hann til dæmis að viðskiptum með myndbönd Paris Hilton og Kim Kardashian á sínum tíma. Síðar meir fór hann yfir borðið og fór að starfa fyrir fræga einstaklinga sem vildu koma í veg fyrir dreifingu vafasamra myndbanda.

Fjallað er um Blatt í heimildaþáttunum Secrets of Celebrity Sex Tapes sem sýndir eru á Apple+.

Sér ekki eftir neinu

Í ítarlegu viðtali við The Sun um þættina og skrautlega ævi sína segir Blatt að fjölmargir einstaklingar eigi honum að þakka að kynlífsmyndbönd þeirra litu aldrei dagsins ljós. Eðli málsins samkvæmt getur hann ekki nefnt nein nöfn.

Í viðtalinu segir Blatt ekki sjá eftir neinu, hvorki því að hafa hjálpað til við útgáfu hins alræmda myndbands sem sýndi Paris Hilton með fyrrverandi kærasta sínum, Rick Salomon árið 2001, né að hafa unnið í öðrum sambærilegum málum. Hann heldur því jafnvel fram að það hafi „aukið frægð” þessa fólks.

Rappari með buxurnar á hælunum

Blatt segir einnig í viðtalinu að hann hafi haldið eftir miklu magni af viðkvæmu myndefni sem hann hafi sjálfur komið í veg fyrir að kæmi fyrir almenningssjónir — og að vel þekkt nöfn hafi greitt hundruð þúsunda dollara til að láta slíkt myndefni hverfa.

„Einn þeirra er líklega stærsti rappari heims, fjölskyldumaður, sem myndir náðust af bókstaflega með buxurnar á hælunum. Hann var í VIP-herbergi að fá þjónustu frá dansara og við tókum það myndband af markaðnum. Það var stórt mál. Sú ákvörðun verndaði orðspor hans,“ segir Blatt til dæmis við The Sun og heldur áfram:

„Og svo var kvenkyns sjónvarpsstjarna, vinsæl í þáttum sem unglingar elska, sem átti myndband með fyrrverandi kærasta sínum sem við stoppuðum. Ég hef séð fullt af myndböndum íþróttamanna — flestir eru ekki risastjörnur á heimsvísu,“ segir hann og nefnir annar dæmi af NFL-stjörnu sem vann Ofurskálina eitt sinn.

Sá tók upp myndband af sér með kærustu sinni á síma kærustunnar. Þau hættu síðan saman og var myndbandið nálægt því að fara í dreifingu.

„Ef þú ert svo vitlaus að gera kynlífsmyndband á síma stelpu, þá ertu fífl — og þú munt borga fyrir það,“ segir hann.

Skrýtnasta myndbandið

Hann rifjar svo upp skrýtnasta myndbandið sem hann hefur séð, en hann segir það sýna útúrdópaða kvikmyndastjörnu frá 10. áratugnum með hópi vændiskvenna.

„Þetta voru þrjár eða fjórar konur sem voru að stunda kynlíf með honum og hver annarri með allskonar hjálpartæki hjá sér. Hann talaði meira að segja beint í myndavélina,” segir hann.

Það getur kostað skildinginn að láta slík myndbönd hverfa og segir hann að algengt verð sé í kringum 250 þúsund dollarar. „250 þúsund dollarar er ekki mikið fyrir flesta þessara manna — en það er samt nóg til að fá fólk til að hætta við að birta myndböndin,“ segir hann.

Í dag er öldin önnur, segir Blatt, og tekur hann fram að markaðurinn með kynlífsmyndbönd fræga fólksins sé dauður. Ný lög sem taka til dæmis á hefndarklámi, ný tækni og ekki síst breytt viðhorf almennings skipti þar mestu máli. Þessi mál séu litin allt öðrum og alvarlegri augum í dag en áður fyrr, bæði í augum laganna og hjá sómakærum borgurum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sólin var vitni hafði mikil áhrif því hún opnaði fyrir mér heim glæpasögunnar“

„Sólin var vitni hafði mikil áhrif því hún opnaði fyrir mér heim glæpasögunnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ný stytta af Tinu Turner sögð vera viðurstyggð – Líkt við styttur Cristiano Ronaldo og Mo Salah

Ný stytta af Tinu Turner sögð vera viðurstyggð – Líkt við styttur Cristiano Ronaldo og Mo Salah
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagður vera strax byrjaður að hitta yngri konu

Sagður vera strax byrjaður að hitta yngri konu