Í kjölfar metsölusýninganna A Country Night in Nashville og Mania: The ABBA Tribute í Hörpu nýverið koma framleiðendurnir Jamboree Entertainment með aðra magnaða tónleika sem enginn ætti að missa af. The Legend of Springsteen kemur til Íslands í fyrsta skipti úr metsölu tónleikaferðalagi í Evrópu og halda tónleika í Hörpu kvöldið 20. febrúar 2026 og koma með væb, gleði og hráa orku sjálfs ,,Stjórans“ og E Street rokksveitarinnar sem einkenndi gullna tímabilið þeirra.
Á tónleikunum verða flutt klassísk rokklög hins goðsagnakennda Bruce Springsteen með allri ástríðunni og kraftinum sem hægt er að búast við frá Bruce sjálfum. Má þar nefna fræga slagara eins Born to Run, Dancing in the Dark, The River, Hungry Heart, Glory Days, Born in the USA og marga fleiri.
Þessi magnaða sýning býður upp á flutning alþjóðlegra og nafntogaðra tónlistarmanna sem hafa komið fram á tónlistarviðburðum og deilt sviðinu með listamönnum eins og Journey, Joe Cocker, Paul Young, Ringo Starr, The Commitments, Go West, Bonnie Tyler, John Legend og mörgum fleiri.
Þar sem þeir votta virðingu sína einum af bestu söngvurum og lagahöfundum heillar kynslóðar, þá er heimspeki þeirra einföld: ,,Að fagna tónlist The Boss og flytja hana með nákvæmni, virðingu, og ástríðu. Og allt sem við höfum. Alla liðlanga nóttina.“
,,Við hlökkum mikið til að fagna áratugum af frábærri tónlist Bruce Springsteen í sýningu okkar The Legend of Springsteen. Við vorum gríðarlega ánægð að sjá áhorfendur troðfylla Eldborgarsal Hörpu á nýlegum sýningum okkar þar sem kántrítónlistinni og heitustu stjörnum hennar var fagnað í A Country Night in Nashville og goðsögnunum í ABBA í Mania: The ABBA Tribute og nú stefnir allt í að The Legend of Springsteen verði annað ógleymanlegt kvöld,“ segir James Cundall, eigandi Jamboree Entertainment.
Tónleikarnir munu hefja viðburðaríkt ár af tónleikasýningum í Hörpu þar sem The Ultimate Eagles munu spila kvöldið eftir þann 21. febrúar 2026 og The Definite Rat Pack munu síðan troða upp með hinum klassísku lögum Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr þann 27. mars.
Í september á síðasta ári kom Jamboree Entertainment með Emilio Santoro sem Elvis til Íslands í fyrsta skipti eftir glæsilegan sigur hans í The Ultimate Elvis Tribute Contest 2024 og í mars sl. kom Xenna sem Taylor Swift og áhorfendur gátu fagnað tónlist einnar vinsælastu söngkonu heims í dag.
,,Ég er spenntur að finna og koma með tónlistarfólk í hæsta gæðaflokki til íslenskra áhorfenda í hina mögnuðu tónleikahöll Hörpu. Það eru forréttindi sem framleiðanda að fá tækifæri að koma með sýningar í heimsklassa tónleikahöll sem Harpa er. Það hefur verið frábært að sjá áhorfendur troðfylla Eldborgarsalinn og njóta þessara mögnuðu sýninga,“ segir Cundall.
Hann bætir við að fleiri sýningar séu fyrirhugaðar á næsta ári sem verður tilkynnt um á komandi mánuðum.