fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Setur íbúðina aftur á sölu og opnar nýjan veitingastað

Fókus
Föstudaginn 24. janúar 2025 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur 2b í Garðabæ á sölu. 

Íbúðin fór áður á sölu í október 2023 eftir skilnað Kittýar og Ágústs Reyn­is Þor­steins­sonar, en þau ráku saman veitingastaðinn vinsæla Boombay Bazaar í Ármúla. Kitty er ekki skilin við veitingabransann en innan skamms opnar hún Indian Bites á Kúmentorgi Kringlunnar.

Sjá einnig: Eigendur Boombay Bazaar skilin og setja íbúðina á sölu

Smartland greindi í desember frá sambandi Kittýar og Eg­ils Heiðars Ant­ons Páls­sonar, leikara og leik­hús­stjóra í Håloga­land leik­hús­inu í Trömsø í Nor­egi. 

Íbúðin er 117 fm á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu með útgengi á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

  

Í stofunni prýðir risastórt listaverk eftir Laufeyju Johansen, systur Kittýar, einn vegginn að hluta.

Í eldhúsinu er dökk innrétting með ljósri borðplötu og klassískar hvítar Subway-flísar á veggnum.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus