fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

„Þetta er einn stærsti dagur lífs míns“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 10:30

Snærós Sindradóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snærós Sindradóttir, listfræðingur og fyrrum fjölmiðlakona, opnar í dag SIND gallery. Um er ræða feminískt listagallerí sem staðsett er á Hringbraut 122, gegnt JL-húsinu. Fyrsta sýning byrjar í dag og stendur til 27. september, Rúrí: Tíma Mát.

Þetta er einn stærsti dagur lífs míns. Risa uppskeruhátíð eftir 9 mánuði af undirbúningi og erfiðisvinnu. Ég sé iðulega langt fram í tímann og í viðtali við Reykjavík Grapevine í vikunni viðurkenndi ég að fyrir SIND hefði ég ekki bara 6 mánaða eða 3 ára plan, heldur líka 5, 10 og 30 ára áætlanir og drauma. Þess vegna er öllu til tjaldað og engu til sparað.

Í færslu á Facebook segist Snærós standa ein að stofnun SIND. Það er enginn fjárhagslegur bakhjarl eða skuggapartner. En það er Freyr og án hans gæti ég ekkert af þessu. Það er mín stærsta gæfa í lífinu að eiga mann sem hjálpar mér að láta alla mína drauma rætast. Stundum með því að treysta mér í blindni án þess að skapa kvíða og stress, og stundum með því að verða sérfræðingur í listaverka upphengjun. Við tvö höfum sett allt undir til að SIND verði að því gallerí sem því er ætlað að vera: Framsækið, stórhuga og nærandi fyrir íslenskt menningarlíf.

Eiginmaður Snærósar er Freyr Rögnvaldsson, fyrrum blaðamaður á DV og Heimildinni, sem starfar í dag sem upplýsingafulltrúi Eflingar.

Þakkar Snærós fyrir velviljann sem henni hefur verið sýndur síðustu daga. 

Ég hef sannarlega fundið fyrir straumunum.

Og takk Rúrí, fyrir að vera uppáhalds listamaðurinn minn og fyrir að treysta mér til að opna SIND með þinni list. Síðustu dagar hafa verið hreint út sagt ótrúlegir með þér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés