„Ég veit ekki hvernig heimurinn ætti að lifa af án áhrifavalda og efnishöfunda. Hvernig ætti fólk að vita hvað það á að borða ef við værum ekki með veitingstaðagagnrýni? Hvernig ætti fólk að vita hvernig „meiköpp“ það ætti að velja ef ekki væri fyrir Get Ready With Me-myndböndin mín? Hvernig ætti fólk að vita hverju það á að klæðast ef við værum ekki með fatayfirferðir?“ segir ástralski áhrifavaldurinn Veronica B.
Þessi orð féllu á samkomu áhrifavalda í Sydney fyrir skömmu. Daily Mail greinir frá.
Veronica lét ekki þar við sitja heldur lýsti því yfir að hún ætlaði að stofna verkalýðsfélag áhrifavalda.
Dani Russell, kona sem er með 700.000 fylgjendur á TikTok, segir í myndbandi sem hún birti að það sé álitamál hvort sé erfiðara, að vera áhrifavaldur eða móðir.
Áhrifavaldurinn Jasmin Mitwali heldur því fram að áhrifvaldar leggi jafnvel harðar að sér en læknar og kennarar.
Áhrifavaldar sem tala í þessa veru segjast hundleiðir á virðingarleysi, að þær séu álitnar vera einhver brandari. Hóta þær því að hætta að birta efni ef ekki verður viðhorfsbreyting. „Við verðuskuldum meiri réttindi og við verðskuldum að vera teknar alvarlega,“ segir áðurnefnd Veronica.
Veronica hefur verið höfð að háði og spotti eftir að hafa tilkynnt um þetta. Margir netverjar segja það bara frábært ef hún og aðrir áhrifavaldar hætti að birta efni. „Bestu fréttir sem ég hef heyrt í allan dag,“ segir einn í athugasemd.
„Prump úr eiginkonu minni er áhugaverðara en skoðanir áhrifavalda,“ segir annar.
„Þetta er ekki flugvöllur, þú þarft ekki að tilkynna brottför þína,“ einn spaugarinn.
Sjá nánar hér.