Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson vekur athygli á óformlegheitum og hvatvísi landans með laufléttri hversdagsögu sinni. Sagan sýnir einnig hvernig mörg okkar bera marga hatta í vinnu, eru svona allra handa einstaklingar.
„Ég held að ég hafi upplifað eina „íslenskustu“ stund lífs míns núna. Ég hringdi rétt í þessu í gamlan vin sem ég hef ekki séð í meira en 15 ár, sem rekur lítinn tónleikastað í Reykjavík, þar sem ég var að leita að giggi með stuttum fyrirvara í Reykjavík fyrir portúgalskan samstarfsmann minn á næstu tveimur vikum.“
Svavar Knútur, sem er búsettur á Akureyri, segir vininn hafa tekið vel í bónina og auðvitað getað aðstoðað.
„En núna er hann að koma með mat til bróður síns á eggjabúgarðinum sínum nálægt Akureyri (500 km frá Reykjavík). Ég bý á Akureyri. Svo flott!!!
Ég var nýbúinn að planta fleiri jarðarberjaplöntum í garðinn minn og spurði hann hvort hann gæti kannski keypt fötu af kjúklingaskít sem áburð og komið við hjá mér á leiðinni til baka í kaffi. Já, það hélt hann!
Svo núna kemur vinur minn, sem ég hef ekki séð í mörg ár, heim til mín með fötu af kjúklingaskíti og fullt af eggjum fyrir fjölskylduna mína og við ætlum að fá okkur kaffi saman í sólinni. Áfram Ísland!“