Monica frá Texas birti umdeilt myndband þar sem hún sagði: „Ef þú ert yfir 90 kíló þá áttu ekki að vera í Pilates. Og þú ættir ekki að mega vera Pilates kennari ef þú ert með vömb.“
Myndbandið er ekki lengur á TikTok en aðrir netverjar hafa endurbirt það og bætt sinni skoðun við, eins og hér að neðan má sjá Monicu í byrjun myndbandsins.
@sophiecairnsxx Thank you for coming to my ted talk xoxo #justgirlythings #pilates #reformerpilates #josephpilates ♬ original sound – sophiecairnsxx
Monica var harðlega gagnrýnd en hún stóð fast á sínu og birti annað myndband um „af hverju feitt fólk ætti ekki að stunda Pilates.“ En síðan byrjaði þetta að hafa alvöru afleiðingar og þá dró hún í land, eyddi myndböndunum og birti nýtt myndband þar sem hún baðst afsökunar. Hún greindi einnig frá því að hún væri búin að missa vinnuna, en hún vann sem aðstoðarmaður á tannlæknastofu. Hún var einnig bönnuð á pilates stöðinni sinni.
@growinwithkatie Replying to @Sophie Wheatley #pilates #fyp #plussize #trending #response #gym #workout #pilatesworkout #foryoupage #apology ♬ original sound – growinwithkatie 🌱🌿
Netverjar voru ekki alveg að trúa þessari afsökunarbeiðni. „Það er eins og þú sért bara að biðjast afsökunar því þú misstir vinnuna,“ sagði einn.