Kvikmyndahátíðin stendur nú yfir í frönsku borginni og er varla þverfótað fyrir allskonar stjörnum og valdamiklu fólki.
Ann Kaplan, sem er fædd í Kanada en búsett í Bretlandi, er einna best þekkt fyrir að hafa tekið þátt í raunveruleikaþáttunum The Real Housewifes of Toronto árið 2017. Hún flutti til Bretlands fyrir þremur árum ásamt eiginmanni sínum og festi hún þar kaup á gömlum kastala fyrir nokkur hundruð milljónir.
Á myndbandinu má sjá þegar Ann, sem er 64 ára, situr á veitingastað í Cannes, ásamt vinafólki sínu, þegar þjónn kemur með pizzusneið og hyggst setja hana á diskinn hennar. „Lít ég út fyrir að borða kolvetni,“ spurði Ann þjóninn og virtist mjög hneyksluð. Þjónninn brást fljótt við og tók pizzusneiðina til baka.
Margir hafa gagnrýnt Ann fyrir hrokafulla og dónalega framkomu á samfélagsmiðlum. Einn þeirra er áhrifavaldurinn Joey Swoll, sem hikar ekki við að láta fólk heyra það sem hann telur haga sér illa, var ómyrkur í máli í myndbandi sem hann birti á TikTok.
„Lít ég út fyrir að borða kolvetni? Nei, þú lítur út eins og manneskja sem er hrokafullur narsissisti sem kann ekki að haga sér eins og fullorðin manneskja á veitingastað. En það sem ég vil trúa að þú hafir ætlað að segja við þennan mann, sem var bara að sinna vinnunni sinni, hafi verið „nei, takk,“ sagði Joey í myndbandi sínu og bætti við að það segi mikið um fólk hvernig það kemur fram við starfsfólk á veitingastöðum.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
@thejoeyswoll If I see you filming yourself flexing in the gym, your video becomes MY video! 😂 @Dvmian_ #gymtok #gym #gym ♬ original sound – Joey Swoll