fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fókus

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“

Fókus
Mánudaginn 19. maí 2025 10:28

Mariska Hargitay.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Mariska Hargitay afhjúpar fjölskylduleyndarmál. Faðir hennar er ekki Mickey Hargitay heitinn, en hann ól hana upp eftir að móðir hennar Jayne Mansfield lést árið 1967 í bílslysi. Mariska var í bílnum en lifði slysið af, hún var þá þriggja ára gömul.

Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir að leika Oliviu Benson í Law & Order: SVU, greinir frá því að líffræðilegur faðir hennar er ítalski söngvarinn Nelson Sardelli, sem er níræður.

Þegar hún var þrítug hafði hún samband við hann. Hún mætti á tónleika hjá honum í Atlantic City og kynnti sig síðan, eiginlega í karakter.

Mariska Hargitay's dad Mickey Hargitay with her mom Jayne Mansfield, 1963
Mickey Hargitay og Janye Mansfield árið 1963. Mynd/Getty Images

„Ég var eins og Olivia Benson,“ segir hún í viðtali hjá Vanity Fair.

„Ég sagði: Ég vil ekkert, ég þarf ekkert frá þér. Ég á pabba.“

Hún segir að Nelson hafi farið að gráta þegar hann sá hana og sagt: „Ég hef beðið eftir þessu augnabliki í 30 ár.“

Mariska Hargitay and Mickey Hargitay at Law & Order: SVU 100th episode party, 2003
Mariska Hargitay og Mickey Hargitay. Mynd/Getty

Eftir þetta héldu þau sambandi og kynntist Mariska hálfsystrum sínum. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt um tíma „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi.“

En síðan áttaði hún sig á einu. „Ég ólst upp þar sem ég átti að alast upp og ég veit að allir gerðu það besta fyrir mig. Ég er dóttir Mickey Hargitay og það er engin lygi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara