fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

Fókus
Laugardaginn 29. mars 2025 15:30

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist íhuga að opna Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar hún lýkur störfum fyrir Eflingu enda hafi hún töluverða reynslu af störfum með börnum. Þetta kemur fram í skemmtilegri færslu verkalýðsleiðtogans á Facebook.

Tilefnið er mynd af föður Sólveigar Önnu sem birtist í Mogganum í vikunni.

„Þessi sæta mynd af pabba og Jónasi var í Mogganum í gær. Þegar ég var stelpa var Mogginn lesinn upphátt til að kenna mér hvað auðvald, Nató-$%&/%$ og langflestir meðlimir borgarastéttarinnar væru miklir skíthælar. Mér fannst ekki gaman í skólanum en ég elskaði upplesturinn við eldhúsborðið. Ég er viss um að skólakerfið virkaði betur fyrir fleiri börn ef að við legðum meiri áherslu á að kenna þeim að verða góðir kommar. Ég hef töluverða reynslu af starfi með börnum – kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður. Ætla að halda áfram að leita að Rússagullinu, ég er viss um að það er niðurgrafið í Munaðarnesi, einhversstaðar ekki langt frá sumarbústöðum útvarpsins, svo að ég hafi fjármagn í skólareksturinn. Ef ég finn það ekki get ég notað tugmilljóna biðlaunin sem ég læt leysa mig út með hjá Ebbunni til að kaupa nokkrar skólastofur, nokkrar landafræðibækur og áskrift að Mogganum. Það þarf ekki mikið meira í kennsluna,“ skrifar Sólveig Anna.

Hér má sjá færslu verkalýðsleiðtogans:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Í gær

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það