fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

Fókus
Laugardaginn 29. mars 2025 15:30

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist íhuga að opna Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar hún lýkur störfum fyrir Eflingu enda hafi hún töluverða reynslu af störfum með börnum. Þetta kemur fram í skemmtilegri færslu verkalýðsleiðtogans á Facebook.

Tilefnið er mynd af föður Sólveigar Önnu sem birtist í Mogganum í vikunni.

„Þessi sæta mynd af pabba og Jónasi var í Mogganum í gær. Þegar ég var stelpa var Mogginn lesinn upphátt til að kenna mér hvað auðvald, Nató-$%&/%$ og langflestir meðlimir borgarastéttarinnar væru miklir skíthælar. Mér fannst ekki gaman í skólanum en ég elskaði upplesturinn við eldhúsborðið. Ég er viss um að skólakerfið virkaði betur fyrir fleiri börn ef að við legðum meiri áherslu á að kenna þeim að verða góðir kommar. Ég hef töluverða reynslu af starfi með börnum – kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður. Ætla að halda áfram að leita að Rússagullinu, ég er viss um að það er niðurgrafið í Munaðarnesi, einhversstaðar ekki langt frá sumarbústöðum útvarpsins, svo að ég hafi fjármagn í skólareksturinn. Ef ég finn það ekki get ég notað tugmilljóna biðlaunin sem ég læt leysa mig út með hjá Ebbunni til að kaupa nokkrar skólastofur, nokkrar landafræðibækur og áskrift að Mogganum. Það þarf ekki mikið meira í kennsluna,“ skrifar Sólveig Anna.

Hér má sjá færslu verkalýðsleiðtogans:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“