fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Donald Trump urðar yfir George Clooney – „Annars flokks leikari“

Fókus
Mánudaginn 24. mars 2025 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney fékk gagnrýni úr óvæntri átt í gærkvöldi þegar sjálfur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, urðaði yfir hann.

Tilefnið var viðtal sem Clooney veitti fréttaskýringaþættinum 60 Mínútum og var birt í gær, en þar talaði hann um frumraun sína á Broadway þar sem hann leikur blaðamanninn Edward R. Murrow í Good Night and Good Luck.

Í viðtalinu kom pólitík einnig við sögu en hann ræddi meðal annars þá ákvörðun sína að draga til baka stuðning sinn við Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna á liðnu ári.

Clooney, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Demókrötum, kallaði eftir því í fyrrasumar að Biden myndi stíga til hliðar og Kamala Harris taka við keflinu og berjast við Trump um hylli kjósenda. Í viðtalinu skaut hann einnig á ríkisstjórn Trumps og fyrstu vikurnar með hann í embætti.

Trump lét í sér heyra á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, eftir að viðtalið birtist. Sagði hann að viðtalið væri „puff piece“ – sem vísar meðal annars til umfjöllunar um frægt fólk þar sem eingöngu er einblínt á jákvæða eiginlega þess. Þá kallaði hann Clooney, sem hefur í tvígang fengið Óskarsverðlaun „annars flokks leikara“.

„Hann barðist grimmilega fyrir syfjaða Joe,“ sagði hann og vísaði í Joe Biden. „Og svo, strax eftir kappræðurnar, sparkaði hann honum eins og hundi,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry