fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngelsku eyjapeyjarnir og dúkararnir í Glacierguys, Friðrik Már Sigurðsson, Hannes Gústafsson og Theodór Sigurbjörnsson, fara himinlifandi inn í helgina.

Í vikunni stóðu þeir að söfnun og undirbúningi jólalags til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Fóru þeir í fyrirtæki og hvöttu fólk til að styrkja málefnið fyrir daginn í dag.

Strákarnir settu sér markmið um að safna milljón, en það var heldur betur slegið.

„Það hefur heldur betur gengið vel og það er ykkur þarna úti að þakka. Við erum ofsalega þakklátir og auðmjúkir og ef við notum orðið okkar, nýju söfnin okkar í íslenskunni: Við erum raðklökkir,“ segir Hannes.

Segir hann að þeir félagarnir hafi ætlað að safna hálfri milljón fyrir matarhjálp kirkjunnar, en þeir hafi safnað milljón og 250 þúsund sem þeir ætli að láta renna til Gleðigjafa, sambýlis lamaðra og fatlaðra.

„Okkur langar til að þakka ykkur öllum kærlega fyrir, við hefðum aldrei getað þetta án ykkar. Þetta er fyrir gott málefni. Það eiga allir til hnífs og skeiðar núna um jólin, sem er bara fallegt og okkur líður vel með það. Við elskum ykkur, takk fyrir þetta og gleðileg jól!“

Glacierguys birta myndbönd sín á Facebook-síðu Friðriks Más Sigurðssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum