fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir átta árum síðan skreytti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, köku í kosningabaráttunni. En nú eru nýir tímar og nýjar áherslur. Bjarni skipti kökunni út fyrir grasker í tilefni hrekkjavökunnar í lok október og nú hefur hann tæklað næsta verkefni – að baka pitsu eins og fagmaður í faginu.

Sjálfstæðisflokkurinn birti myndband á TikTok þar sem Bjarni heimsækir Pizzuna þar sem honum eru kennd réttu tökin við flatbökubakstur. „Það er bara eins og hann hefi ekki gert neitt annað hann Bjarni,“ segir kennari Bjarna í myndbandinu.

Bjarni var íhaldssamur þegar kom að áleggi og gaf lítið fyrir tillögur viðstaddra um framanandi álegg sem teljast í tísku í dag, svo sem banana eða döðlur. Nei, nei og aftur nei sagði Bjarni sem í dag er forsætis-, félags-, vinnumarkaðs- og matvælaráðherra í starfsstjórn.

Á meðan pitsan var í ofninum rakti Bjarni þá frægustu menn sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Þetta voru Bandaríkjaforsetarnir Joe Biden og Donald Trump og loks auðkýfingurinn Elon Musk.

Pitsan lukkaðist svo vel að viðstaddir tilkynntu Bjarna að hann væri klárlega á rangri hillu í lífinu.

„Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi. Hann á að vera að vinna á Pizzunni.

@sjalfstaedisflokkurinn Myndir þú panta þessa? #sjalfstæðisflokkurinn #kosningar2024 #fyp #fyrirþig ♬ JólaHúbbaBúbba – HubbaBubba

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 1 viku

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 1 viku

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“