fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Einstök græja úr fórum Bítlanna til sölu

Fókus
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 20:30

Bítlarnir í fyrstu tónleikaferð sinni til Bandaríkjanna 1964. Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnborð sem notað var við upptökur á Abbey Road árið 1969, síðustu plötu Bítlanna sem var hljóðrituð, er nú á uppboði eftir að umfangsmiklum endurbótum á því hefur verið lokið. Stjórnborðið þykir einstakt en samtals voru framleidd aðeins sautján eintök af því stjórnborðið sem er nú á uppboðinu er frumgerðin og það eina af nákvæmlega þeirri gerð.

Stjórnborðið heitir EMI TG12345 en nánar má lesa um það á heimasíðu Abbey Road hljóðversins í London en eins og kunnugt er var það hljóðver Bítlanna. Alls voru framleiddar 4 gerðir af stjórnborðinu, MK.I, MK.II, MK.III og MK.IV. MK.I var frumgerðin og aðeins var eitt eintak framleitt og það er eintakið sem er nú á uppboði.

Í umfjöllun tímarits Smithsonian stofnunarinnar kemur fram að að það sé fyrirtækið Reverb, sem sérhæfir sig í sölu á notuðum og nýjum hljóðfærum og öðrum tækjum til tónlistariðkunar, sem sé með stjórnborðið til sölu

Mynd af öðru EMI TG12345 stjórnborði en því sem Bítlarnir notuðu við upptökur á Abbey Road. Mynd: Josephenus P. Riley – Flickr: SAM_4386, CC BY 2.0, Wikimedia Commons.

Dave Harries sem starfaði sem tæknimaður við upptökurnar á Abbey Road segir að stjórnborðið hafi skipt miklu máli við það hvernig platan á endanum hljómaði og þá ekki síst þekktustu lögin af henni Come Together, Here Comes the Sun og Something.

Harries segir plötuna hljóma svona vel ekki síst vegna stjórnborðsins og það sé einstakt. Það sé ekki hægt að finna annað í staðinn.

Næstum því alveg upprunalegt

Eftir að Bítlarnir slitu samstarfi sínu var stjórnborðið notað við upptökur á nokkrum sólóplötum einstakra meðlima sveitarinnar. Það var síðan tekið í sundur, sett í geymslu og var þar þangað til fyrir fimm árum að Brian Gibson fyrrum tæknimaður, meðal annars við upptökur hjá Bítlunum, hafði forystu um það að stjórnborðið var sett aftur saman og gert upp. Gibson ásamt hópi kollega sinna notaði um 70 prósent af upprunalega stjórnborðinu en nákvæmar eftirlíkingar af þeim hlutum sem upp á vantaði voru smíðaðar.

Þegar endurbótunum var lokið var stjórnborðið notað við upptökur af hópi tónlistarmanna og sjá má stutta heimildarmynd um upptökurnar hér.

Áðurnefndur Harries segir stjórnborðið standast fyllilega samanburð við nýrri stjórnborð og sé í raun betra enda hafi EMI útgáfufyrtækið sem stóð fyrir smíðinni aðallega verið með áherslu á gæði en ekki sparnað á þessum árum sem það var framleitt.

Talsmaður Reverb segir að það sé von fyrirtækisins að hver sá sem kunni að kaupa stjórnborðið sjái til þess að það verði notað í framtíðinni til að taka upp tónlist enda sé það meira en vel nothæft til slíks eftir endurbæturnar.

Uppboðið hófst þann 29.október síðastliðinn og þegar þessi orð eru rituð hafa 23 boð borist og það hæsta hingað til virðist vera um 3 milljónir bandaríkjadala (um 419,2 milljónir íslenskra króna). Fram kemur á uppboðssíðunni að uppboðið standi eins lengi og Reverb vill en tekið er fram að því ljúki líklega innan tíðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3
Fókus
Fyrir 4 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð