Leikarinn var að gefa út sjálfsævisöguna Sonny Boy og opnar sig um atvikið.
Hann var tíu ára á þeim tíma og bjó í Suður-Bronx hverfi í New York.
„Ég var að labba á járngirðingu, gera reiptog dansinn minn,“ skrifar hann í bókinni. People greinir frá.
„Það hafði rignt allan morguninn og ég rann og datt, ég lenti mér járnið beint á milli fótleggjanna.“
Al Pacino segist enn muna sársaukann sem hann fann fyrir. Hann gat ekki gengið en sem betur fer kom eldri karlmaður að honum, tók hann upp og hélt á honum til ömmu leikarans þar sem var hringt á lækni.
„Ég lá þarna í rúminu með buxurnar niðri á meðan konurnar þrjár í lífi mínu, mamma, frænka mín og amma mín, potuðu og skoðuðu typpið mitt í áfalli.
Ég hugsaði: „Guð, taktu mig núna,“ á meðan ég heyrði þær hvísla einhverju á milli sín.
Leikarinn tók það fram að getnaðarlimur hans hafi verið á sínum stað. „Enn þann dag í dag ásækir þessi minning mig.“