fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Jón Viðar er ekki par hrifinn af Dimmu – „Þetta virkar satt að segja frekar slappt“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, leikhúsgagnrýnandi, er allt annað en hrifinn af sjónvarpsþáttaröðinni Dimmu, sem nú er sýnd í Sjónvarp Símans.

 „Margt hefur maður nú séð kyndugt í sjónvarpskrimmum þeim sem maður hefur eytt alltof míklum tíma í, þar sem löggurnar vaða oft og einatt inn í aðstæður sem enginn raunverulegur löggæslumaður myndi nokkru sinni hætta sér í.  En auðvitað verða plottin að hafa sinn gang og drömun að fá sína hátinda.

Fátt hef ég þó séð vitlausara en eina senuna í hinni nýju seríu Dimmu (Sjónvarp Símans) þar sem tvær íslenskar löggur æða upp á krosssprunginn jökul með gínandi sprunguop á báðar hendur, klæddar eins og þær væru á gangi á Laugaveginum, með enga brodda, stafi eða annan öryggisútbúnað.  Engin furða, hugsar maður með skelfngu, þó túristar fari sér að voða ef þeir halda að þetta sé vanaleg íslensk hegðun i umgengni við náttúruöflin.“

Dimma (e. The Darkness) eru byggðar á þremur bókum Ragnars Jónassonarum lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur, Dimma (e. The Darkness), Drungi (e. The Island) og Mistur (e. The Mist). 

Jón Viðar er þó að sögn bara búinn að horfa á einn þátt, þrír eru víst þegar látnir í þættinum og ætlar hann að gefa áhorfinu að minnsta kosti einn eða tvo þætti í viðbót.

„Eins þótt útlitið sé ekki gott (þetta virkar satt að segja frekar slappt) og svo sé auðvitað óþolandi að heyra íslenskar persónur í íslensku umhverfi tala saman á ensku sem allir heyra að er alls ekki móðurmál þeirra.“

Þáttaröðin ger­ist öll á Íslandi. Hulda rann­sak­ar óhugnanlegt morðmál á sama tíma og hún glím­ir við eig­in per­sónu­legu djöfla. Hulda er að fara á eft­ir­laun fyrr en áætlað var og neyðist til að taka sér nýj­an sam­starfs­mann. Hún er staðráðin í að finna morðingj­ann áður en hún hættur störfum, hvað sem það kost­ar.

Verkefnið er samstarfsverkefni CBS Studios, Stampede Ventures og íslenska fyrirtækisins Truenorth, hinn sænski Lasse Hallström leikstýrir og eiginkona hans, sænska stórleikkonan Lena Olin leikur Huldu. Breski leik­ar­inn Jack Bannon leik­ur sam­starfs­mann Huldu. Aðrir leik­ar­ar í veiga­mikl­um hlut­verk­um eru Douglas Hens­hall, Þor­steinn Bachmann, Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son, Ólaf­ur Darri Ólafs­son og Björn Hlyn­ur Har­alds­son. The Darkness er skrifað af Sam Shore að mestu og er Ragnar yfirframleiðandi (e. executive producer). 

Sjá einnig: Lasse Hallström leikstýrir þáttaröð byggðri á þríleik Ragnars

Af upptalningunni er ljóst að hér er um viðamikið alþjóðlegt verkefni að ræða, en Jóni Viðari finnst það engu máli skipta, hér sé um metnaðarleysi að ræða.

„Og auðvitað breytir engu þó þetta sé eins og hvert annað söludót á alþjóðamarkaði; það er full ástæða til að átelja þá sem að þessu standa fyrir metnaðarleysið – og hugsa um leið hlýlega til þeirra íslensku leikstjóra og framleiðenda sem hafa óhikað notað móðurmálið i gerð mynda sinna.“

Vinir Jóns Viðars taka undir með honum í athugasemdum: 

„Þetta með að íslenskar persónur á Íslandi tali ensku sín á milli vakti slíkan kjánahroll frá fyrstu mínútu og gjaldfelldi seríuna um nokkur þrep um leið…“

„Íslendingar geta ekki einu sinn keypt kaffibolla hér án þess að tala ensku. Ég hef lent í því að tala ensku við íslendinga.“

Einn spyr hver kosti þættina og eru það CBS Studios, Stampede Ventures og Truenorth eins og kemur fram hér ofar. Jón Viðar svarar því til: 

„Sjálfsagt er þetta kostað af útlendu fé. Sænski leikstjórinn Lasse Halmström sem hefur auðv gert frægar myndir með frægum leikurum á trúlega ekki völ á betri verkefnum og leitt hann skuli þurfa þess á gamals aldri, kallgreyið. Reyndar er hann giftur aðalleikkonunni svo þetta er nú allt „inom familjen“ og gott fyrir heimilisbókhaldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram