fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 12:29

Ísak Morris. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ísak Morris er gestur vikunnar í Fókus. Hann brennur fyrir málefnum fíknisjúkra en hann á sjálfur mjög langa og erfiða persónulega reynslu að baki að kljást við þann sjúkdóm.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

„Ég var með ógreint ADHD sem barn og það var ekki unnið með það. Á unglingsárum fór ég að lyfja sjálfan mig með kannabis og amfetamíni,“ segir Ísak.

Þegar hann var átján ára var hann kominn á götuna. „Mamma flutti út án þess að láta mig vita. Hún flutti til Hollands, sagði að hún væri að fara og fór svo bara og ég var bara einn í íbúðinni. Ég var þá átján ára gamall. Við misstum íbúðina og út frá því fór ég á götuna, var að flakka á milli sófa. Og þá versnaði neyslan og ég kynntist morfínefnum, eins og kontalgíni og fór að nota það. Ég notaði það eiginlega daglega til 2009, með einhverjum stuttum edrútímabilum inn á milli.“

Tók of stóran skammt

Ísak hefur þrisvar sinnum verið við dauðans dyr eftir að hafa tekið of stóran skammt.

„Því maður veit aldrei með þessi efni, þau lama í raun og veru öndunarfæri,“ segir hann. Í annað skipti sem hann endaði upp á spítala eftir að hafa tekið of stóran skammt varð hann hræddur. „Ég varð raunverulega hræddur um líf mitt, ég var 26 ára gamall,“ segir hann.

„Þá varð ég edrú, árið 2009, í fyrsta skiptið svona í alvörunni. Ég náði að temja mér hugleiðslu á þessum tíma og sjálfsvinnu og ég náði sjö ára edrúmennsku. Ég fékk andlega vakningu á því að hugleiða, fara með bænir og vinna í sjálfum mér.“

Á þessum tíma kynntist Ísak barnsmóður sinni. „Ég kynntist konu, eignaðist fjölskyldu, eignaðist tvær stelpur og lifði venjulegu fjölskyldulífi. Ég fór úr algjörum viðbjóði, fór í meðferð og fór að starfa með fötluðu fólki.“

Ísak Morris er gestur vikunnar í Fókus.

Plástur yfir sárin sem enn blæddu

Ég fór inn í fjölskyldulíf án þess að vinna almennilega í sjálfum mér. Maður tekur fíknisjúkdóminn út úr myndinni, ég náði að sigrast á fíkninni, en það situr allt eftir. Allur sársaukinn situr eftir [sem varð til þess að ég var að nota til að byrja með]. Ég náði að halda mér á floti með því að hugleiða, fara með bænir, fara í ræktina… Þetta var æðislegur tími en hann var rosalega erfiður. Og eftir sjö ár þá datt ég í það aftur,“ segir Ísak einlægur.

„Ég datt í það eftir sjö ára edrúmennsku og í raun labba bara út af heimilinu. Ég ætlaði ekki að vera í kringum börnin mín í neyslu, og var frá í hálft ár.“

Eftir að hann féll forðaðist hann morfínefni til að byrja með. „En svo þegar maður er kominn lengra inn í dæmið þá bara: „Já, já… allt í lagi núna.“ Og þá varð ég fyrir því að taka of stóran skammt í þriðja skiptið og lenti upp á spítala.“

Tónlistarmaðurinn Ísak Morris.

Blár og þrútinn í framan

„Ég hallaði svona fram á stólnum og var hættur að anda. Ég var orðinn blár í framan en sem betur fer kom fyrrverandi konan mín. Það var strákur sem hringdi í hana og sagði: „Ég held að Ísak sé ekki alveg í lagi.“ Hún kom og lyfti mér upp. Þá var ég allur blár og þrútinn í framan, ekki búinn að anda í X tíma. Það var hringt strax á sjúkrabíl,“ segir hann og heldur áfram:

„Ég man eftir því að vakna [með andköfum], þá er manni gefið eitthvað lyf sem dregur úr [áhrifum fíkniefnisins] og ég man hvað mér varð ógeðslega kalt. Ég byrjaði að berjast á sjúkrabörunum því ég vissi ekki hvað væri í gangi, en sem betur fer var gamall bekkjabróðir minn að vinna við sjúkraflutningar og [hann hjálpaði að róa mig niður].“

Þakklátur að vera á lífi í dag

Eftir þetta óhugnanlega atvik fór Ísak í meðferð til Bretlands en það var tíu mánaða bið í meðferð hér heima og hann vissi að hann gæti ekki beðið svo lengi. „Ég hefði dáið,“ segir hann.

„Sem er ógeðslega sorglegt því það er svo mikið af fólki sem er í neyslu, mikið af fíklum sem lenda í því að taka of stóran skammt eða fá nóg og verða hræddir, vilja nýtt líf og hringja inn í meðferð og þeim er sagt að það séu tíu mánaða bið. Hvað heldurðu að gerist í millitíðinni?“ segir hann.

„Ég er svo þakklátur að vera á lífi í dag. Að ég hafi náð þessum aldri og að ég hafi náð að halda í mína ástríðu, tónlistina.“

Ísak Morris.

Kynntist æskuástinni aftur

Ísak gekk í gegnum erfiðan skilnað sem breytti alveg tónlistarstefnu hans. Hann hætti að gera danstónlist og fór að færa sig meira í tónlist sem hann fílar, mjúka R&B tóna og rapp, sem má heyra á nýju plötunni hans, Open Heart, sem kemur út í sumar.

Eitt lag af plötunni, Path of Fire, er komið út og má hlusta á hér.

Um einu og hálfu ári eftir skilnaðinn kynntist hann aftur æskuástinni og eru þau mjög hamingjusöm í dag. Hann lítur björtum augum til framtíðar og geta áhugasamir fylgst með honum á Instagram og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Hide picture