Mail Online fjallar um þetta.
Spacey, sem hefur unnið til tveggja Óskarsverðlauna, var sýknaður af kviðdómi í Lundúnum í fyrra í kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum. Var hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjórum karlmönnum á árunum 2001 til 2013.
Hafa Stone og Neeson bæst í hóp með þeim Stephen Fry, F. Murray Abraham og Sir Trevor Nunn sem hafa komið leikaranum til varnar eftir að heimildarmyndin Spacey Unmasked var sýnd á Channel 4 í Bretlandi á dögunum.
Spacey, sem er 64 ára, var rekinn úr Netflix-seríunni House of Cards árið 2017 eftir að ásakanir komu fram gegn honum. Máli sem höfðað var gegn honum í New York var vísað frá árið 2022 og svo var hann sýknaður í Lundúnum í fyrra eins og að framan greinir.
Stone segist ekki geta beðið eftir að sjá Spacey á hvíta tjaldinu á nýjan leik og kallar hann „snilling“ sem margir leikarar líta upp til. Liam Neeson segist hafa orðið sorgmæddur þegar ásakanir voru bornar á Spacey. Segir hann að Spacey sé góður maður og bransinn þurfi á honum að halda.