Michael Sanz heldur úti vinsælli TikTok-síðu þar sem hann fjallar um ýmis vinnumarkaðstengd málefni.
Í einni nýlegri færslu birti hann fyrirspurn frá starfsmanni ónefnds fyrirtækis sem fékk skammir frá yfirmanni sínum fyrir að stimpla sig inn klukkan 9 þegar vinnudagurinn átti að hefjast klukkan 9. Vill hann að hann mæti í vinnuna 15 mínútum áður en hann byrjar að vinna svo hann sé tilbúinn á slaginu 9.
Yfirmaðurinn sendi starfsmanninum eftirfarandi skilaboð:
„Sæll félagi. Þú stimplaðir þig inn klukkan 9 í morgun. Er einhver ástæða fyrir því?“
Starfsmaðurinn: „Vaktin mín byrjar klukkan 9?“
Yfirmaðurinn: „Já, en þú átt að vera tilbúinn að byrja vinnuna klukkan 9. Það þýðir að þú þarft að mæta allavega fimmtán mínútum áður.“
Starfsmaðurinn: „Okei. Hvernig viltu að ég skrifi það á vaktaskýrsluna mína? Hún gerir bara ráð fyrir því að ég byrji klukkan 9.“
Yfirmaðurinn: „Þú gerir það ekki enda færðu ekki borgað fyrir það. Þú þarft bara að vera tilbúinn að byrja vinnuna klukkan 9, ekki labba inn þá.“
Starfsmaðurinn: „En ég ER tilbúinn að byrja þá. Ég stimpla mig inn klukkan 9 og byrja strax. Hefur þetta verið eitthvað vandamál?“
Yfirmaðurinn: „Nei, en við þurfum að fá starfsfólk inn í hús tímanlega svo það myndist ekki örtröð þegar vinnudagurinn byrjar.“
Starfsmaðurinn: „Um leið og þú finnur út úr því hvernig ég get skráð þetta á vaktaskýrsluna er þetta ekkert mál. Nema þú viljir að ég hætti bara 15 mínútum fyrr í vinnunni? Ég vil bara hafa þetta á hreinu.“
Michael Sanz, sem er frá Ástralíu, segir að það virðist færast í aukana að vinnustaðir reyni að snuða starfsfólk sitt eins og þetta dæmi sýnir. Ef viðkomandi starfsmaður getur byrjað vinnuna klukkan 9 sé engin ástæða til að mæta 15 mínútum nema fá þá greitt fyrir það.
Myndband Sanz vakti töluverð viðbrögð og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar. Sumir eru þeirrar skoðunar að það sé gott vinnusiðferði að mæta 5-10 mínútum áður en vakt byrjar til að vera tilbúinn að hefja störf á réttum tíma.
„Það er eins gott að hann sé aldrei mínútu lengur í hádegismat en hann á að vera eða taki einkasímtöl á vinnutíma,“ benti einn á.
Aðrir benda hins vegar á að að ógreiddar mínútur séu fljótar að safnast upp í ógreidda klukkutíma.
Graham Wynn, sem hefur meðal annars starfað við mannauðsstjórn, bendir á að fólki sé í sjálfsvald sett hvernig það hagar sinni vinnu. Einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja aðeins aukalega á sig séu þó miklu líklegri til að fá launahækkun eða stöðuhækkun þegar fram líða stundir en þeir sem eru ekki tilbúinir að leggja aukalega á sig.
@theoutsourcingexpert Im constantly amazed when bosses expect you to start work without being paid for it. Sometimes it’s just a process and system that needs tweaking, other times it’s a change in leadership #badboss #staffburnout #toxicculture #poormanagement #greatboss #bebetter #tbd #teamsbydesign #outsourcing #virtualassistants #adminsupport #varecruitment #adminassistant #remotesupport #propertymanagementsupport #lettingsupport #salesprogression #virtualassistantphilippines #howtooutsource #besttaskstooutsource #eliminaterepetativetasks #delegateadmintasks #outsourcingtothephilippines #unbusy #tasksyoucanoutsource #realestatevirtualassistant #businessowner #realestateagencyboss #propertymanager #realestateagent #pmbusinessowner #propertymanagerbusinessowner #propertymanageraustralia #propertymanageruk #propertymanagernewzealand #businessowner #entrepreneur #ukbusinessowner #selfemployed ♬ original sound – Michael Sanz -Outsourcing Tips