fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. apríl 2024 08:00

Nokkrir af mökum frambjóðendanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgía Björnsson, Dóra Þórhallsdóttir, Halldóra Ingólfsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Dorrit Moussaieff og Eliza Reid eru forsetafrúr Íslands. Eini kvenforsetinn, Vigdís Finnbogadóttir, var makalaus á Bessastöðum.

Nýr forseti verður kosinn í júní en hver flytur með honum til Bessastaða, ef þá nokkur? DV kannaði hverjir væru makar helstu forsetaframbjóðenda.

 

Baldur og Felix

Enginn maki forsetaframbjóðanda er jafn áberandi og Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, enda heitir framboðið Baldur og Felix.

Baldur og Felix hittust á bókasafni.

Baldur og Felix hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78 þegar Baldur var nýkominn út úr skápnum en Felix nokkrum árum áður. Báðir áttu þeir barn úr fyrra sambandi.

Felix Bergsson, þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Fyrrum söngvari Greifanna, leikari og sjónvarpsmaður til áratuga. Hefur meðal annars stýrt vinsælu barnaefni og Eurovision þáttum á RÚV.

 

Selur rafrettur í Búlgaríu

Í september á síðasta ári bárust fyrstu fréttir af því að fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson væru farin að stinga saman nefjum.

Ásdís og Þórður eru nýtt par.

Bæði hafa þau verið búsett í Búlgaríu en þar rekur hann rafrettubúðina Icestore í borginni Plovdiv.

Þórður er sex árum yngri en Ásdís og hefur getið sér gott orð sem útvarpsmaður. DV veit ekki til þess að þau séu gift.

 

Þúsund krossar

Jón Gnarr er giftur Jógu Gnarr Jóhannsdóttur. Eiga þau saman fimm börn.

Jón og Jóga Gnarr.

Jóga hefur ekki mikið verið í sviðsljósinu á undanförnum áratugum eins og eiginmaður hennar. En árið 2017 var kastljósinu beint að henni þegar Jón skrifaði bókina Þúsund krossar. Bókin fjallaði um baráttu Jógu við kerfið eftir alvarlegt bílslys á unga aldri í Bandaríkjunum.

 

Tók U-beygju og gerðist heilsukokkur

Halla Tómasardóttir hitti tilvonandi eiginmann sinn, Grindvíkinginn Björn Skúlason, í Eurovision partí árið 1999. Hún hafði hins vegar kynnst honum áður þegar hann var ungur knattspyrnumaður og hún að fá Íslendinga til að spila fyrir Alabama háskóla.

Björn kann listina að elda hollan mat.

Halla og Björn eiga í dag tvö uppkomin börn. Björn er sálfræðingur sem starfaði um árabil hjá trygginga og fjármálafyrirtækjum. Hann tók síðan U-beygju á sínum ferli og gerðist heilsukokkur. Hann rekur í dag fyrirtækið Just Björn sem framleiðir norrænar náttúru og heilsuvörur.

 

Kynntust á jólatónleikum Mæðrastyrksnefndar

Ástþór Magnússon Wium og Natalía Wium kynntust á styrktartónleikum fyrir Mæðrastyrksnefnd um jólin árið 2001. Ástþór bjó á þeim tíma í London.

Natalía er rússnesk að uppruna.

Natalía, sem er lögfræðingur að mennt og frá Rússlandi, hafði flutt til Íslands árið 2000 þegar hún giftist fyrri eiginmanni sínum. Ástþór og Natalía giftust árið 2004.

Ástþór á dóttur úr fyrra hjónabandi og þrjú barnabörn.

 

Hlédrægur háskólakennari

Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason giftu sig í leyni árið 2007. En þá var hún kasólétt af syni númer tvö af þremur í röðinni.

Katrín og Gunnar eiga þrjá syni.

Þrátt fyrir að Katrín hafi verið stanslaust í kastljósi fjölmiðla um margra ára skeið hefur lítið farið fyrir Gunnari.

Gunnar er háskólakennari og heimspekingur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kennir meðal annars kúrsa í stjórnmálum og siðfræði.

 

Hlúir að börnum og heilsunni

Arnar Þór Jónsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir kynntust sumarið 1990. Þau eiga fimm börn og hafa lengst af verið búsett í Garðabæ, en einnig í Vín, Cambridge og á Akureyri.

Hrafnhildur og Arnar á ferð um landið.

Hrafnhildur er grunnskólakennari að mennt en hefur komið víða við, svo sem í náttúrulækningum og jóga. Hún hefur í rúman áratug rekið fyrirtækið Hugarfrelsi sem börnum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan.

 

Ekkja leikara og baráttumanns

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekkja leikarans Stefáns Karls Stefánssonar, leikara og baráttumanni gegn einelti. Hann lést úr krabbameini árið 2018 en þau Steinunn höfðu verið gift í 16 ár.

Steinunn Ólína leikkona.

DV hefur ekki vitneskju um að Steinunn sé með maka á þessari stundu.

 

Kynntust í Frakklandi

Sylwia Gretarsson, eiginkona Guðmundar Felix, er pólsk að uppruna. Hún flutti 18 ára gömul til Frakklands til að gerast au pair og þar ílengdist hún, stundaði nám í Montpellier og flutti loks til Lyon. Þar bjuggu þau Guðmundur lengi á meðan hann beið eftir og undirgekkst handaágræðsluna frægu.

Sylwia lærði jóga í Indlandi.

Sylwia er jógakennari og lærði meðal annars í Indlandi og einnig hefur hún iðkað ilmmeðferð. Þau Guðmundur eru barnlaus.

 

Frumkvöðull úr viðskiptalífinu

Halla Hrund Logadóttir er gift Kristjáni Frey Kristjánssyni og eiga þau saman tvær ungar dætur.

Halla og Kristján eiga tvær dætur.

Kristján Freyr kemur úr viðskiptalífinu. Hann er framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills.

Hann hefur komið víða við, svo sem hjá Klak Innovit og Meniga. Hann hefur komið að ýmissi nýsköpun svo sem frumkvöðlakeppninni Gullegginu og Startup Weekend í Seattle í Bandaríkjunum.

 

Handlaginn Akureyringur

Sigríður Hrund Pétursdóttir og Baldur Ingvarsson giftu sig árið 2003. Um tíma glímdu þau við ófrjósemi en hafa síðan eignast fjögur börn.

Sigríður og Baldur endurnýjuðu heitin í fyrra.

Baldur er húsasmíðameistari frá Akureyri og reka þau Sigríður vinnupallafyrirtæki. Á síðasta ári komst það í fréttirnar þegar Sigríður og Baldur endurnýjuðu brúðkaupsheitin.

 

Sjúkraþjálfari og íþróttakennari

Helga Þórisdóttir er gift Theodóri Jóhannssyni. Eiga þau þrjú börn.

Helga og Theodór.

Theodór er sjúkraþjálfari og íþróttakennari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?