fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Fókus
Föstudaginn 19. apríl 2024 09:30

Taylor Swift.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin magnaða bandaríska tónlistarkona Taylor Swift kom aðdáendum sínum í opna skjöldu í nótt en á miðnætti kom út nýjasta plata hennar, The Tortured Poets Department.

Óhætt er að segja að aðdáendur hafi beðið plötunnar með eftirvæntingu en eins og flestir vita er Taylor Swift einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims.

Aðeins tveimur tímum eftir að platan kom út gaf Swift út aðra plötu, eða kannski frekar seinni hluta nýjustu plötu sinnar og eru nýju lögin sem aðdáendur fá að heyra því 31 talsins; 16 á fyrri plötunni og 15 á þeirri seinni.

Í aðdraganda útgáfunnar hafði talan 2 birst nokkrum sinnum og veltu sumir því fyrir sér hvort það þýddi að hún myndi endurútgefa gamalt efni samhliða nýju plötunni. Fæstir bjuggust við því að um nýja tvöfalda plötu væri að ræða.

Taylor Swift er býsna skapandi og vinnusöm en frá árinu 2019 hefur hún gefið út fjórar breiðskífur auk þess að fara á eitt verðmætasta tónleikaferðalag sögunnar.

Miðað við viðbrögð netverja má segja að aðdáendur hennar hafi hrifist af nýjasta uppátæki hennar og áttu margir varla til orð til að lýsa hrifningu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?