fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Stjörnuparið greinir frá skilnaði sínum stuttu eftir að meiðandi ásakanir birtust

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2024 18:30

Hjónin Sacha Baron Cohen og Isla Fischer þegar allt lék í lyndi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuparið Isla Fisher og Sacha Baron Cohen greindu frá því fyrir stundu að þau séu að skilja eftir fjórtán ára hjónaband.

Parið greindi frá þessu í sameiningu á samfélagsmiðlum þar sem þau birtu mynd af sér í tennisbúningum. Sögðu þau tennisleiknum loksins lokið eftir tvo áratugi. Sögðust þau hafa ákveðið í sameiningu að skilja á síðasta ári og gert ráðstafanir í þá áttina en haldið því leyndu eins og þau hafa alltaf gert með einkalíf sitt. Saman eiga þau þrjú börn, dæturnar Olive og Elula sem og soninn Montgomery.

Sögðu þau að ást þeirra á börnunum myndu alltaf sameina þau. Báðu þau svo fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs síns.

Yfirlýsingin um skilnaðinn birtist aðeins rúmri viku eftir að ástralska leikkonan Rebel Wilson nafngreindi Sacha Baron sem „asna“ í ævisögu sinni og sagði hann hafa  gróflega farið yfir mörk hennar þegar þau unnu saman að myndinni The Brothers Grimsby sem kom út árið 2016.

Sagði hún Cohen hafa hegðað sér illa og áreitt hana með ýmsum hætti. Hann hafi ítrekað beðið hana um að koma fram nakin í myndinni en hún ávallt neitað auk þess sem hann hafi beðið hana í eitt skipti að troða fingri upp í endaþarm hans.

Sacha Baron gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði Rebel ljúga upp á sig sökum en ljóst er að orðspor hans hefur beðið skaða þó óvíst sé hvort að skilnaðurinn tengist umræddu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram