fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Rebel Wilson nafngreinir „asnann“ sem reynir að stoppa ævisögu hennar

Fókus
Mánudaginn 25. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur nafngreint frægan einstakling sem reynt hefur að hafa áhrif á útgáfu ævisögu hennar.

Í færslu á Instagram-síðu sinni segir hún að hún muni ekki láta „þagga“ niður í sér og segir svo að grínistinn Sacha Baron Cohen, eiginmaður áströlsku leikkonunnar Isla Fisher, sé „asninn“ sem hún skrifar um í einum kafla bókar sinnar.

Rebel Wilson og Sacha Baron Cohen léku saman í myndinni The Brothers Grimsby sem kom út árið 2016. Hún sagði að þegar á tökum myndarinnar stóð árið 2014 hafi Cohen hagað sér illa og áreitt hana. Hann hafi ítrekað beðið hana um að koma fram nakin í myndinni en hún ávallt neitað.

Sagði hún að lokum að hún hefði hótað því að hringja í umboðsmann sinn en svo vill til að þau eru með sama umboðsmann.

„Hvern einasta dag sagði hann eitthvað á þessa leið: „Rebel, vertu nakin. Það verður fyndið. Manstu í Borat þegar ég kom fram nakinn? Það var ógeðslega fyndið,“ sagði hún í útvarpsþættinum Kyle & Jackie O.

Rebel sagði svo frá því að síðasta daginn hafi Cohen fengið tvífara Rebel til að koma fram nakin. Þann sama dag hefði hann beðið hana um að stinga fingrinum á sér upp í rassinn á honum. „Ég var bara: „Hvað áttu við Sacha? Það er ekki í handritinu.“ Hann sagði: „Ég girði bara niður um mig buxurnar og þú stingur fingrinum í rassinn á mér. Það verður mjög fyndið.“

Rebel segist eftir þetta hafa tileinkað sér þá stefnu að vinna aldrei með „fábjánum“ eins og hún orðar það. Ætlar hún ekki að taka að sér verkefni með leikurum sem hafa slæmt orð á sér og nefnir hún þetta sem dæmi um það í því samhengi.

Cohen virðist hafa fengið veður af því að nafn hans komi fram í bókinni og reynt að koma í veg fyrir að orðspor hans verði fyrir hnekkjum. Wilson segir hins vegar að hún muni ekki láta her lögfræðinga og almannatengla hafa áhrif á sig og útgáfu bókarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum