fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Markle hugsar stórt með nýju lífstílsmerki og hyggst selja allt undir sólinni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Meghan Markle ætli að selja allt sem fæst undir sölunni undir nafni nýs lífstílsmerkis hennar American Riviera Orchard. 

Þann 14. mars síðastliðinn opinberaði Markle nýja merkið með myndbandi á Instagram, en vörumerkið mun ná yfir fjölbreytt vöruúrval: hnífapör, matreiðslubækur og rafrænar matreiðslubækur, kaffi, sultuhlaup, smjör og fleira. Það nær einnig til verslunar þar sem til sölu verður borðbúnaður, sultur, dúkar og matreiðslubækur. Vörumerkið mun einbeita sér að heimilinu, garðinum, mat og almennum lífsstílsvörum.

Sjá einnig: Harry og Meghan stálu sviðsljósinu frá Vilhjálmi og verðlaunaathöfn Díönu prinsessu

Nú greinir Markle frá því að hún muni selja förðunarvörur og líkamskrem, en hún hefur einnig bætt jógamottum, lavenderpokum og hundasjampói við vörumerkið. DailyMail birti í gær umsókn Markle fyrir vörumerkið og er þar talinn upp mikill fjöldi vöruflokka sem Markle hyggst selja.

Markle er ekki sátt við að vera sögð næsta Martha Stewart en hún segist frekar horfa til leikkonunnar Gwyneth Paltrow og vörumerkis hennar Goop.

Á umsókninni má sjá að til viðbótar við næstum tæmandi lista yfir heimilisvörur, ritföng, eldhúsáhöld, garðáhöld, drykki, matvæli og kryddjurtir, er Markle með „Ilmpoka; Lavender pokar; Húðvörur án lyfja; Bað- og sturtugel og sölt … hárvörur án lyfja; Baðsápa; Barsápa: Handsápur án lyfja: Líkamskrem: Baðolía: Líkamskrem: Snyrtivörur [og] Líkamsolía.’

Nýja viðbótin felur einnig í sér sölu á ilmolíum, loftilmandi reyrdreifara, ilmum, herbergisilmum, reykelsi og dýralæknavörum sem ekki eru með lyfjum eins og gæludýrasjampói og hárnæringu svo að jafnvel hundurinn þinn geti notið lúxusvörumerkis Markle.

 

Áður en Markle kynntist Harry prinsi var hún með lífsstílsvefinn The Tig og telja margir að hún sé að endurverkja hann, þó í mun stærra umfangi.

Ásamt snyrtivörum, sjampóum, hand- og líkamssápum og olíum hefur hún þegar lagt inn vörumerkjaumsókn til að ná yfir allt frá strengjaljósum til skrauts til kerta, lampa, ljóskera og silfurbúnaðar. Markle mun selja krydd, hnetusmjör, sultur, marmelaði og hlaup, „matarolíur og fitu“ og álegg úr belgjurtum, hvítlauk og sesam, svo og hunangsdýfur og fuglafóður. Hertogaynjan ætlar einnig að selja bað-, jóga- og hugleiðslumottur, skartgripi í formi lokka, ritföng, minnismiða og bréfopnara.

Og þar sem allt innanhúss er ekki nóg, hefur hún einnig lagt inn vörumerkjaumsóknir fyrir fræ, garðsnyrtivélar, klippur og illgresisgaffla, gjafasett fyrir garðáhöld og tösku sem er sérsniðin til að geyma slík garðverkfæri. Töskur, taumar fyrir gæludýr, vínpokar, vínpokar með handföngum til að bera eða geyma vín, púða, húsgögn, skúffuskipuleggjendur…..nefndu það og það er líklega á listanum!

Hertogaynjan hefur sagt mjög lítið um fyrirtækið opinberlega og er myndbandið það eina sem birst hefur opinberlega auk lógó merkisins.

Víðtæk vörumerkjaumsóknin nær yfir alla hugsanlega þætti innanhúss og utan, matreiðslu og lífsstíl og nú fegurð. Það verða einnig niðurhalanlegar matreiðslubækur og uppskriftabækur frá hertogaynjunni sem áður hefur talað um ást sína á mat og matreiðslu auk prentaðra eintaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka