fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Harry og Meghan stálu sviðsljósinu frá Vilhjálmi og verðlaunaathöfn Díönu prinsessu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2024 11:30

Myndir: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór fram verðlaunaathöfnin Diana Legacy Award sem haldin var í 25 sinn í minningu Díönu prinsessu, sem lést árið 1997. Sonur hennar, Vilhjálmur Bretaprins mætti við athöfnina, hélt ræðu og afhenti 20 verðlaunahöfum verðlaun. Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry bróðir Vilhjálms og Meghan Markle, hafi ekki unnt Vilhjálmi og látinni móður hans sviðsljósið. Nokkrum mínútum áður en kom að ræðu Vilhjálms tilkynnti Markle að hún væri að setja á markað lífsstílsmerki, og meðan á ræðu Vilhjálms stóð tilkynntu hjónin verðlaunahafa Archewell verðlaunanna.

Búist var við að bræðurnir myndu báðir mæta á athöfnina í vísindasafninu í London, þó ekki saman eða á sama tíma. Vilhjálmur mætti eins og áður sagði og átti Harry að koma inn með fjarfundi frá heimili hans í Montecito í Bandaríkjunum og ávarpa verðlaunahafa. Vilhjálmur yfirgaf staðinn um klukkan 20.15, en langt fram á nótt að breskum tíma voru engin merki um að ávarp Harry hefði átt sér stað.

Fyrr um kvöldið vakti það mikla athygli að hjónin notuðu kvöldið til að birta tvær persónulegar tilkynningar. Sú fyrri var þegar Markle afhjúpaði nýja American Riviera Orchard lífsstílsmerkið sitt augnabliki áður en kom að ræðu Vilhjálms. Síðan tilkynntu hjónin sigurvegara Archewell Foundation Digital Civil Rights Award. Í myndbandi sem hjónin birtu í gær óska þau ​​Dr. Joy Buolamwini, sigurvegara verðlaunanna í ár, til hamingju.

Fyrirsjáanleg með taktlausar tímasetningar

Konunglegi fréttaskýrandinn Richard Fitzwilliam sagði við MailOnline: „Sussex-hjónin gera að mínu mati ekkert óvart og tímasetning er oft algjörlega lykilatriði. Við komumst að því síðast núna um helgina og höfum núna verið minnt á að þau eiga fleiri skot í skjóðunni. Í mörg ár hafa hjónin verið óútreiknanleg, en þau hafa verið fyrirsjáanleg að einu leyti og það er taktlaus tímasetning þegar þau koma upplýsingum frá sér. Þau gera ekkert óvart.“

Uppákoman er sú nýjasta í deilu bræðranna Vilhjálms og Harry, sem talast ekki við og er jafnframt langt síðan þeir komu fram saman. Meðal annars komu þeir áður saman á Díönuverðlaunahátíðinni og hittu verðlaunahafa. Konungssérfræðingar hafa fullyrt að móðir þeirra, Díana prinsessa, vildi að bræðurnir leggðu deilur sínar til hliðar til að afhenda verðlaunin saman í hennar nafni.

Bræðurnir saman á verðlaunahátíðinni árið 2017
Díana prinsessa

Lífsstílsmerki Markle risastórt verkefni

Lífsstílsmerki Markle, American Riviera Orchard, var opinberað með myndbandi á Instagram nokkrum mínútum fyrir ræðu Vilhjálms. Talið er að Markle hafi unnið að verkefninu í meira en ár. Í kjölfarið mun matreiðsluþáttur með Markle hefjast á Netflix, þar sem hún mun framleiða og selja sínar eigin vörur. Bók og blogg fylgja svo á eftir. Vörumerki Markle mun ná yfir fjölbreytt vöruúrval: hnífapör, matreiðslubækur og rafrænar matreiðslubækur, kaffi, sultuhlaup, smjör og fleira. Það nær einnig til verslunar þar sem til sölu verður borðbúnaður, sultur, dúkar og matreiðslubækur. Vörumerkið mun einbeita sér að heimilinu, garðinum, mat og almennum lífsstílsvörum.

Níu færslur á Instagram mynda lógó vörumerkisins ásamt nafninu: „American Riviera Orchard Montecito“. Lokað er fyrir athugasemdir en hægt er að fara yfir á vefsíðu fyrirtækisins og skrá sig á biðlista.

Hjónin skrifuðu undir fimm ára samning við Netflix árið 2020 og talið er að samningurinn sé að verðmæti 100 milljónir dala. Eru hjónin sögð vera að vinna að mörgum af nýjum Netflix verkefnum, þar á meðal kvikmynd og tveimur öðrum óskrifuðum verkefnum.

Vilhjálmur segir þau hjónin einbeita sér að arfleifð Díönu

Í ræðu sinni kom Vilhjálmur inn á að verðlaunahafar kvöldsins væru „drifnir áfram af hugrekki, samúð og skuldbindingu – eiginleikum sem móðir mín deilir. Hún kenndi mér að allir hafa möguleika á að gefa eitthvað til baka, að allir sem þurfa á stuðningi að halda í lífinu eigi rétt á hjálparhönd.“ Hann sagði áhorfendum að hann og eiginkona hans, Katrín, hafi reynt að einbeita sér að arfleifð Díönu með starfi sínu.

„Verðlaunin í kvöld eru sérstaklega sérstök þar sem þau eru í tilefni 25 ára afmælis Díönuverðlaunanna, góðgerðarstofnunar sem sett var á fót til að endurspegla trú móður minnar á að ungt fólk geti breytt heiminum. Ég veit að henni hefði verið heiður að sjá góðgerðarsamtök í hennar nafni vinna svona hvetjandi starf til að efla ungt fólk frá öllum heimshornum. Þessi arfleifð er eitthvað sem bæði Katrín og ég höfum reynt að einbeita okkur að í gegnum vinnu okkar, eins og 50 þúsund ungmennin sem hafa hlotið Díönuverðlaunin undanfarin 25 ár. Ég er svo stoltur að sjá þessa trú móður minnar koma fram í því ótrúlega unga fólki sem fær Legacy-verðlaunin í kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður