fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Krabbamein Katrínar gæti markað kaflaskil í samskiptum bræðranna

Fókus
Laugardaginn 23. mars 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prinsessan Katrín Middleton berst nú við krabbamein sem fannst óvænt þegar hún gekkst undir aðgerð í byrjun árs. Frá þessu greindi prinsessan í gær.

Margir hafa haft áhyggjur af heilsu prinsessunnar undanfarið, enda þótti hún taka sér óvenjulangan tíma frá störfum til að jafna sig eftir aðgerð sem upphaflega var sögð minniháttar. Konungsfjölskyldan hélt spilunum nærri sér og gaf lítið upp annað en að prinsessan væri á batavegi eftir ótilgreindan heilsubrest og væri í veikindaleyfi fram yfir páska.

Samsæriskenningar fóru fljótlega á flug og hafa undanfarna daga náð nýjum hæðum. Þar var haldið fram að Katrín væri í raun horfin og konungsfjölskyldan að leyna því, eða að Katrín hefði gengist undir lýtaaðgerð eða að prinsessan væri hreinlega dáin en til stæði að leyna andláti hennar með því að fá tvífara til að taka að sér hlutverk prinsessunnar til frambúðar.

Ekki hjálpaði til þegar Katrín birti mynd af sér og börnum sínum í tilefni mæðradagsins, en augljóslega hafði verið átt við myndina í myndvinnsluforriti. Hver dagur sem leið án viðbragða frá höllinn gaf samsæriskennngum byr undir vængi. Forvitnin varð svo mikil að svo virðist sem að ónefndur heilbrigðisstarfsmaður hafi ákveðið að brjóta alvarlega gegn starfsskyldym sínum með því að fletta upp sjúkraskrá prinsessunnar í leyfisleysi

Loks í gær steig Katrín fram þar sem hún sagði heiminum í myndbandi að hún hafi greinst með krabbamein. Hún sagðist óska eftir frið og rými á meðan hún tekst á við þessa áskorun. Einvala lið lækna haldi vel utan um mál hennar en eðlilega reyni veikindin fyrst og fremst á börn Katrínar.

Stuðningi hefur rignt yfir prinsessuna í kjölfarið frá venjulegu fólki, stjórnmálafólki sem og stjörnum.

Auðvitað hafa hertogahjónin Harry og Meghan sent formlega yfirlýsingu þar sem þau óska Katrínu góðs bata og segjast vona að breska konungsfjölskyldan fái að ganga í gegnum þessa baráttu í friði og einrúmi.

TMZ greinir frá því að Harry hafi þó vissulega haft beint samband við fjölskylduna, en ekki liggur fyrir hvort hann hafi aðeins gert tilraun til þess, eða í raun tekist að ná í Katrínu eða bróður sinn, Vilhjálm.

Miðilinn segir að tíðindin hafi komið flatt upp á hertogahjónin sem líklega hafi frétt þetta á sama tíma og allir aðrir.

Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar telja að krabbamein Katrínar geti verið kaflaskil í samskiptum prinsanna og bræðranna Harry og Vilhjálms og hjálpað þeim að grafa stríðsöxina eftir allt sem á undan hefur gengið síðan Harry ákvað að segja skilið við konunglegar skyldur sínar og ræða einkamálefni fjölskyldunnar tæpitungulaust á opinberum vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“