Í byrjun janúar birti hann nokkrar umdeildar myndir af Biöncu þar sem hún var fáklædd og mjög alvarleg á svip.
Í gær stofnaði hann nýja Instagram-síðu, gamla síðan hans var @KanyeWest en sú nýja er einfaldlega @Ye, en rapparinn hefur kallað sig það um árabil.
Hann birti myndband af Biöncu þar sem má sjá hana í einhvers konar þröngum blúndusamfesting og hælum, liggjandi í rúmi að skoða eitthvað í símanum sínum.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan.
View this post on Instagram
Rapparinn Kanye West heldur áfram að birta frekar furðulegt efni af eiginkonu sinni, Biöncu Censori, á samfélagsmiðlum.
Í nýjasta myndbandinu má sjá hana í einhvers konar þröngum blúndusamfesting og hælum, liggjandi í rúmi að skoða eitthvað í símanum sínum.
Rúmið er gríðarlega stórt og fannst mörgum netverjum þeir kannast við það. Það er mjög líkt rúminu sem var í tónlistarmyndbandinu hans við lagið Famous.
En það er ekki það eina sem hefur vakið athygli netverja.
„Hún er betur klædd uppi í rúmi heldur en þegar hún er úti,“ sagði einn netverji og tóku margir undir með honum.
Fyrr í vikunni fóru hjónin á The Cheesecake Factory í Los Angeles og vakti klæðnaður Biöncu enn og aftur athygli. Hún var aðeins í topp og grænum sokkabuxum, sem voru mjög lágar. Á einum tímapunkti á meðan ljósmyndararnir tóku myndir af þeim dró Kanye sokkabuxurnar enn neðar á Biöncu.
Kanye West & his wife Bianca Censori are basically doing too much.
Why is Kanye dressed up & she’s walking half naked?
Makes no sense
— UGO & ThĚ Bíg Stéppêrs (@UGOOTWEETS) March 19, 2024
Deginum áður var hún í svo stuttu pilsi að nánast allur afturendi hennar sást. Það vekur einnig furðu að Kanye er alltaf fullklæddur.
Kanye west and his wife Bianca Censori in LA today pic.twitter.com/vbMc7GODFh
— nine_retweets (@lets_nine) March 20, 2024
Bianca Censori looks good in silver #kanyewest pic.twitter.com/OhOmQ7qiYa
— not bianca censori (@YeReposted) March 21, 2024
Þau virðast vera mjög hrifin af Cheescake Factory því þau fóru aftur í vikunni og þá var Bianca klædd í nærbuxur og gegnsæjan bol.