Segir Júlía, sem er gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Fullorðins, í umsjón Kiddu Svarfdal og Alrúnar Aspar Herudóttur.
Þær fá til sín gestinn Júlíu, sem er ekki hennar rétta nafn.
„Við maðurinn minn eigum tvo stráka sem eru á unglingsaldri og augljóslega erum við ekki að ræða um kynlífið okkar við þá og viljum ekkert endilega að þeir viti nákvæmlega hvað við erum að gera. Svo er þetta líka bara tabú,“ segir Júlía um nafnleyndina.
Júlía og maðurinn hennar hafa verið saman í átta ár. Hún segir að það hafi verið hennar hugmynd að prófa swing, en að öðru leyti er samband þeirra eins og flest önnur sambönd.
„Sambandið okkar er mjög hefðbundið. Við erum ekki fjölkær eða í opnu sambandi.“ Munurinn þar á milli er að fjölkært fólk á í ástarsamböndum við aðra einstaklinga, fólk í opnu sambandi stundar kynlíf með öðrum einstaklingum en pör sem stunda swing stunda kynlíf saman með öðru fólki.
Hann var til í að prófa og þau fóru saman á kynlífsklúbb í Amsterdam. „Markmið okkar með þessu kvöldi var bara að sjá hvernig þetta var. Við ræddum það alveg áður að ef öðru okkur myndi líða illa á einhverjum tímapunkti þá bara myndum við segja eitthvað og við myndum fara, no questions asked.“
„Við vorum búin að ræða um mörkin okkar áður en við fórum í þetta […] Við erum með mjög ólík mörk. Hann er bara ekkert afbrýðisamur, ég veit ekki hvað er að honum. Hann er ekkert afbrýðisamur maður, hann bara elskar að deila,“ segir Júlía og hlær.
„En ég er alveg aðeins afbrýðisamari en hann, þannig ég til dæmis vil ekki að hann kyssi aðrar konur […] Sko ég verð afbrýðisöm ef mér finnst nándin hans eða blíðan fara eitthvað annað. En mér finnst ótrúlega kynþokkafullt að horfa á hann ríða annarri konu, sérstaklega ef hún er að sleikja píkuna á mér á meðan.“
Júlía nýtur þess að sofa hjá konum í swing-senunni.
„Ég hef oftast ekkert geðveikt mikinn áhuga að sofa hjá körlunum, ég geri það alveg, það er alveg gaman. En það sem mér finnst skemmtilegast er að sofa hjá konunni líka.“
Hefur komið upp að þið hittið par og þú ert geðveikt heit, annað hvort fyrir henni eða honum, en makinn þinn er ekki heitur fyrir þeim? Spyr Kidda.
„Já, það hefur gerst. Þá bara gerum við ekkert,“ segir hún og hlær.
„Fyrir okkur þá er þetta algjört krydd fyrir okkar kynlíf, sem er nú þegar alveg æðislegt,“ segir hún og bætir við að þau séu ekki að stunda þetta nokkrum sinnum í mánuði.
„Það hefur líka enginn tíma fyrir það,“ segir hún kímin.
Aðspurð hvort það hafi einhvern tíma gerst, á þessu litla landi, að þau hafi verið að spjalla við einhvern í swing-senunni og síðar áttað sig á því að þau þekktu viðkomandi.
„Já, það hefur gerst einu sinni,“ segir hún. „Þá var það frændi minn sem var hinum megin [í spjallinu].“ Júlía og maðurinn hennar nota síðuna SDC.
Hún segir að venjulega byrja samtöl sakleysislega. „Það er ekki farið beint í „Hvað er uppáhalds stellingin þín?“ Þetta eru bara venjulega samræður og í þessum samræðum voru einhverjar vísbendingar [um að við þekktumst]. Ég spurði hvort það gæti verið að hann sé [frá ákveðnum stað] og hann svaraði játandi. Ég sagði: „Hæ, þetta er Júlía frænka þín!“ Hann alveg: „Ó, ókei, við ættum þá kannski ekki að hittast.“ Nei ég held ekki,“ segir hún og hlær.
Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Skráðu þig í áskrift á Fullorðins.is til að horfa á þáttinn með Júlíu í heild sinni.
DV tók viðtal við Jón, sem er virkur í senunni ásamt eiginkonu sinni, fyrr á árinu sem má lesa hér.