fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Viðtal: Jón opnar sig um swing-senuna – Halda þessu leyndu fyrir börnunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. janúar 2024 20:00

Myndin tengist greininni ekki beint/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Swing-senan á Íslandi er sprelllifandi og hress, lyklapartý heyra sögunni til, vonbrigði eru hluti af leiknum og það telst vera góður ísbrjótur þegar tvær konur leika sér saman áður en karlarnir taka þátt.

Þetta er aðeins brot af því sem DV komst að í samtali við karlmann sem er virkur í senunni ásamt eiginkonu sinni. Hann hefur áður skrifað pistla á DV um upplifun sína en svarar nú spurningum okkar um allt það sem fólk vill vita um lífsstílinn. Eins og hvað með hreinlæti? Meðalaldur swingera? Vita börnin þeirra af þessu? Og hvað með söguna um ananasinn í Hagkaup á Eiðistorgi, er hún sönn?

Sjá einnig: Íslenskur karlmaður segir frá ævintýrum hans og eiginkonunnar á kynlífsklúbbum Kanaríeyja – „Við áttum kvöldstund með þeim sem var líkust alsælu“

Við fengum hann einnig til að segja okkur frá klikkuðustu upplifuninni og mestu vonbrigðunum.

Maðurinn kemur fram í skjóli nafnleyndar en lífsstílnum fylgir mikil dulúð, enda ekki margir sem hvorki skilja hann né samþykkja. Við köllum manninn héðan í frá Jón.

Þau fara stundum út að borða með öðru pari í senunni.Mynd/Pexels

Lítið um óþægilegar þagnir

Jón og eiginkona hans eru á fertugsaldri og hafa stundað þennan lífstíl síðan árið 2021. Það er misjafnt hversu oft þau stunda swing en yfirleitt þó í hverjum mánuði. „Það er algengt að fólk taki pásur og svo gengur fjölskyldulífið auðvitað fyrir. En oftast mánaðarlega,“ segir hann.

Aðspurður hvernig „hefðbundið“ swing fer fram segir Jón það fara eftir þátttakendum.

„Þetta er pínu misjafnt og auðvitað fer það eftir því hvað fólk er fyrir. Í flestum tilvikum er fólk að leika saman í sama herbergi og það er alltaf þannig hjá okkur. Svo byrjar þetta mjög oft á að stelpurnar leika saman og síðan fá karlarnir að taka þátt, það er alltaf góður icebreaker.“

Það er algengt að kvöldið byrji á því að fólk hittist í drykk og spjall. „Annað hvort í heimahúsi eða á bar/veitingastað. Við höfum líka farið út að borða með fólki. Það eru flestir svo opnir í þessum lífsstíl þannig samtölin flæða vel og lítið um óþægilegar þagnir. Það eru alltaf einhverjar spurningar sem gaman er að fá svör við,“ segir Jón.

„Svo er þetta pínu eins og að fara á stefnumót. Ef það er gott vibe þá skipuleggjum við annað stefnumót eða förum heim, eða á hótel, að leika.“

Swing hefur oft verið lauslega þýtt sem „makaskipti“ en í tilfelli Jóns og konunnar hans eru þau meira í hópkynlífi heldur en að skipta á mökum. Þau deila reynslunni frekar en að eiga hvor um sína reynslu með öðrum einstakling.

„Það er auðvitað allur gangur á þessu en við erum alltaf með hvort öðru og síðan bara þeim sem okkur líst vel á ef það er hóphittingur.“

Lyklapartý

Þá berst talið að frægu lyklapartýunum sem hefur gjarnan verið vísað í ýmsum kvikmyndum og þáttum. Frægasta dæmið er kvikmyndin The Ice Storm sem kom út árið 1997. Svo muna glöggir áhorfendur eftir atriði í How the Grinch Stole Christmas þar sem mátti sjá glerskál með fullt af lyklum í partýi.

Skjáskot/Grinch

Hafið þið farið í lyklapartý?

„Nei, ég held að það sé urban myth eða kannski eitthvað sem var vinsælt á sjöunda áratugnum. Svo er líka miklu skemmtilegra að prófa meira en einn lykil!“ segir Jón.

Hreinlæti

Aðspurður hvernig sé með hreinlæti, treysta þau almennt öðrum til að þrífa sig almennilega? Eru einhverjar óskrifaðar reglur varðandi þetta?

„Fólk er alls konar en yfirleitt er það mjög snyrtilegt og smart,“ segir Jón.

„En það hefur komið fyrir að konur séu órakaðar og því fylgir oft vond lykt. Og konan hefur lent í því að finna vonda líkamslykt af mönnum. Vond lykt er klárlega turn off! Flestir eru með þá reglu að nota verjur og við gerum það nánast alltaf, nema ef við þekkjum viðkomandi vel.“

Fræga ananasmálið tröllreið umræðunni fyrir nokkrum árum. Mynd/Sigtryggur Ari

Ananas í Hagkaup

Margir muna líklega eftir stóra ananasmálinu sem tröllreið umræðunni árið 2020. Auður Jónsdóttir, rithöfundur, átti þar upptökin er hún greindi frá því á Twitter að vinkona hennar hafi sagt henni frá því að með því að setja ananas í innkaupakörfu á tilteknum tíma í Hagkaup á Seltjarnarnesi væri maður að gefa merki um að maður væri tilbúinn í makaskipti.

Jón staðfestir að ananas sé vissulega tengdur swing-lífsstílnum en því miður geti hann ekki staðfest að fólk hafi farið í Hagkaup í leit að nýjum leikfélaga.

„Ég fékk allavega bol frá konunni með ananas á hvolfi sem ég er alltaf í heima. Öfugur ananas er alþjóðlegt merki swingera. En varðandi Hagkaups söguna þá verðum við að játa að við höfum ekki fengið hana staðfesta. Finnst þetta samt svolítið ólíklegt,“ segir hann og hlær.

Afbrýðisemi getur komið upp.

Afbrýðisemi

Jón segir að það sé algengt að pör finni fyrir afbrýðisemi, sérstaklega fyrst um sinn en með tímanum fjari hún út og fólk læri að takast betur á við tilfinningar sínar.

„Það getur komið upp afbrýðissemi en það er mun minna um það því reyndari sem pör eru. Þetta er bara leikur þótt að það sé mikil nánd og maður er að hleypa fólki ansi nálægt sér,“ segir hann.

„Hjá okkur kom upp afbrýðissemi oft í byrjun og við díluðum við það með að tala um hlutina af heiðarleika. Við erum búin að ræða allt sundur og saman áður en við hittum fólk, svona hvað má og má ekki. Það hefur samt breyst mikið með tímanum. Eins og fyrst ákváðum við að kyssa ekki fólk. Sú regla entist í þrjár mínútur og var asnaleg regla! Kossar eru algjört lykil atriði.“

Skjáskot af vef SDC.

Hvernig finnið þið aðra swingera?

„Með ananas í Hagkaup,“ segir hann í gríni og hlær.

„Nei, við erum að vinna með síðu sem heitir SDC og er alþjóðleg. Margt sniðugt þar eins og Speed dates og ferðadagatal. Ferðadagatal sýnir þér hverjir eru á leiðinni til Íslands og þú getur stillt inn þegar þú ferð erlendis. Svo er Einkamál líka í gangi og Tinder, en við látum SDC duga.“

Ímyndar sér að segja fjölskyldunni sé eins og að rífa plástur

Aðspurður hvort fjölskylda þeirra viti af þessu áhugamáli svarar Jón neitandi. „En ef hún fréttir þetta þá verður það bara að hafa sig. Við ímyndum okkur að það sé svona eins og að rífa af plástur,“ segir hann.

Hjónin eiga börn sem vita einnig ekki af þessu.  „En ef svo ólíklega vildi að þau myndu komast að þessu þá myndum við bara taka samtal um þetta,“ segir hann.

Þar sem mikil leynd er í kringum þennan lífsstíl þarf að byggja upp traust áður en lengra er haldið.

„Það þarf að myndast traust í spjalli áður á milli fólks áður en það er stigið næsta skref. Það er auðvelt að spotta ef einhver er feik á SDC til dæmis. Þar getur þú gefið umsagnir um viðkomandi, svona eins og Uber. En þær eru einmitt gerðar til að staðfesta að viðkomandi sé alvöru,“ segir Jón.

Umsagnir skipta máli á síðu eins og SDC. Mynd/Getty Images

Swing á Íslandi

„Flest allir sem eru fyrir alvöru í þessum lífsstíl á Íslandi eru á SDC og það myndast auðvitað vinátta á milli para og hópar myndast. Við erum búin að eignast góða vini í gegnum þetta,“ segir Jón.

„Það er erfitt að setja tölu á stærðina en við myndum halda að það væru allavega 350 pör sem eru „all in“ í þessu og talsvert fleiri sem eru annað hvort alveg nýir eða óákveðnir. Svo erum mjög margir einhleypir karlmenn í þessum lífsstíl og einhverjar konur. Konurnar eru það sjaldgæfar að þær eru kallaðar einhyrningar.“

Einhleypar konur í senunni kallast einhyrningar.

Jón segir að þau hitti oftast nýtt fólk en það komi fyrir að þau hitti sama parið aftur. „Við eigum einn vin sem við höfum hitt nokkrum sinnum og nokkur pör. Annars er gaman að prófa nýtt,“ segir hann.

Swingið er ekki beint árstíðabundið en það er meira að gera á sumrin og voru hátíðirnar einstaklega rólegar.

„Eru ekki allir graðari um vor eða sumar, allir svolítið vorny! En ætli jólatíminn sé ekki rólegastur, allavega var mjög rólegt hjá okkur.“

Jón og konan hans eru í yngri kantinum miðað við aðra í senunni. „Við erum á fertugsaldri og erum sennilega aðeins undir meðalaldri. Það er fólk á öllum aldri í þessu en algengast er að fólk sé í kringum fimmtugt. Sennilega vegna þess að öll börnin eru farin að heiman og þannig.“

Svakalegar sögur

Við fengum Jón til að deila með okkur þremur sögum. Hann sagði okkur frá skemmtilegustu upplifuninni, þeirri klikkuðustu og þeirri leiðinlegustu – þegar þau upplifðu mestu vonbrigðin.

Skemmtilegasta upplifunin

„Við vorum á swing resorti og á síðasta kvöldinu var haldið stórt party. Þemað var dökkur klæðnaður sem hótelið skaffaði og grímur, svona eins og í 50 Shades of Grey. Við vorum búin að mæla okkur mót með hollensku pari sem við kynntumst á SDC sem kom í partýið til að hitta okkur.

50 Shades of Grey.

Þau voru bæði mjög myndarleg og í góðu formi og á svipuðum aldri og við. Mjög reyndir swingerar.

Kvöldið byrjaði rólega og við sátum um stund að spjalla saman og fórum svo inn þar sem var verið að dansa. Áður en við vissum vorum við komin ansi langt í leikinn á dansgólfinu og var ákveðið fljótlega að fara inn í leikherbergið.

Það var frábær skemmtun og það var sérstaklega skemmtilegt hvað maðurinn var vel að sér í kvenmanns unaði og er það sem kallast pleaser! Það var alveg magnað hvað hann gat látið hana fá það aftur og aftur og svo aftur! Ég var svo fullur aðdáunnar vegna þessarar sérfræðiþekkingar og fullur af áhuga að læra af þessum fullnægingameistara að stór hluti af kvöldinu fór í svona hálfgert námskeið.

Þetta kvöld breytti okkur til frambúðar og núna bý ég yfir nýrri þekkingu sem nýtist vel.“

Klikkaðasta upplifunin

„Við höfum oft farið á kynlífsklúbba og þá oftast verið að nota einkaherbergi þar sem er hægt að læsa hurðinni. Það getur verið útópískt að fara á svona klúbba og maður getur gleymt stund og stað.

Einu sinni tókst okkur að sleppa alveg takinu þegar við fórum á uppáhalds klúbbinn okkar. Við vorum ekki að spá í neinum nema okkur sjálfum.

Við vorum komin á stórt sameiginlegt svæði þar sem var stundað hópkynlíf og þar voru alls konar beddar, stólar og svið sem var hægt að fara upp á.

Jón sagði frá upplifun þeirra hjónanna af klúbbnum Mystique í pistli á DV í fyrra.

Fyrir þessa heimsókn á klúbbinn höfðum við haft mjög gaman af því að horfa á aðra þarna en höfðum aldrei þorað að gera neitt sjálf. En allt í einu vorum við búin að henda af okkur handklæðunum og byrjuð að njóta hvors annars.

Við byrjuðum þarna á sameiginlegu svæði þar sem margir voru að stunda kynlíf og unnum okkur svo upp á sviðið þar sem við gleymdum okkur alveg.

Það skemmtilega við svona sameiginleg svæði er að ef manni líst vel á annað par sem er að leika færir maður sig bara nær og það kemur fljótlega í ljós hvort að það sé tenging eða ekki.

Í dag finnst okkur ekkert mál að stunda þessa iðju fyrir framan aðra en þetta kvöld var klikkuð upplifun fyrir okkur.“

Mestu vonbrigðin

„Það getur verið vonbrigði fyrir eiginkonuna ef við erum í leik með pari og mótleikarinn fær fullnægingu of snemma. Það eru oft vonbrigði í þessum lífsstíl og maður verður að passa sig að gera sér ekki of miklar vonir stundum.

Okkar mestu vonbrigði voru fyrir stuttu síðan og þetta var svona vonbrigða dagur eiginlega.

Við vorum búin að tala lengi við einn einhleypan strák, hann er erlendur og í vinnu og skóla á Íslandi. Við ákváðum að hitta hann snemma um daginn á kaffihúsi í miðbænum, nálægt heimilinu hans. Okkur leist mjög vel á hann, hann var bæði skemmtilegur og sætur. Eftir að hafa setið og spjallað í dágóðan tíma var ákveðið að halda heim til hans.

Þegar þangað var komið sátum við öll saman í sófanum að horfa á erótískt myndefni sem hann hafði sjálfur gert. Strákarnir sátu sitthvoru megin við konuna og spennan var orðin mikil. Snertingar byrjuðu og kossar. En það kom fljótlega í ljós að vinur okkar gat ekki náð reisn.

Eftir einhverjar tilraunir var ákveðið að hætta við frekari leiki.

Svona gerist alveg og er fullkomlega eðlilegt, enda svolítið klikkaðar aðstæður þannig lagað. En við vorum svona pínu vonsvikin með þetta, eðlilega, þannig að við skipulögðum annað stefnumót við annan erlendan aðila sem ég hafði verið að tala við í nokkra daga.

Við bókuðum hótelherbergi en hittumst fyrst í drykk á hótelbarnum. Svona til að gera langa sögu stutta þá kom þessi indælis strákur en hann var bara ekkert að kveikja í eiginkonunni.

Við enduðum þennan dag bara á því að fara heim og borða mikið af súkkulaði!“

Stundum er súkkulaði bara málið. Mynd/Pexels

Lestu pistlana hans með því að smella á hlekkina hér að neðan:

Íslenski karlmaðurinn segir nú frá swing-senunni hér á landi – „Við fengum heimboð að hitta ungt par í Garðabæ“

Hittu skyldmenni í swingpartýi – „Það má með sanni segja að þetta hafi verið mjög vandræðalegt augnablik“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone